Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 41
Þjóðmál vetur 2009 39
„Jöklar á Íslandi á dögum Grikkja og Rómverja fyrir um 2 .500 árum í samanburði við núverandi jökla . Þeir voru
þá miklu minni en á landnámsöld, en höfðu þó aukist mikið frá bóreölskum tíma þegar landið var jöklalaust að
heita má .“ (Grétar Guðbergsson og Þorleifur Einarsson 1996)
þúsundir) af 4 .500 milljón ára sögu jarðar
innar . Þau standa í fáeinar árþúsundir á
um hundrað þúsund ára fresti og hafa sum
augljóslega verið miklu hlýrri en það sem
nú ríkir . Um ástæður hlýskeiðanna er ekkert
vitað með vissu, en langtímasveiflur í geislun
sólar eru alls ekki ólíkleg orsök . Breytingar
á sporbaug jarðar geta varla skýrt svo
skyndilegar og snöggar sveiflur . Fundist hafa
merki um nokkrar aðrar stórar ísaldir á fyrri
tímaskeiðum jarðsögunnar, en þær hafa verið
tiltölulega stuttar sé miðað við ármilljarða
heildarlengd hennar .
Hitastig á jörðinni fer sem fyrr sagði hægt kólnandi og þornandi . Þessi kólnun
er ekki jöfn, en þótt hita og rakakúrfan sé
hlykkjótt, liggur hún afdráttarlaust niður
á við, mönnunum og gjörvöllu lífríkinu til
ómæl anlegs tjóns . Stóru niðursveiflurnar í
hita kúrf unni má kalla „litlar ísaldir“ og hafa
verið nokkrar . Þess á milli hlýnar aftur um
skeið, en þrátt fyrir allar sveifur og sveiflur
innan í sveiflum kólnar og þornar loftslagið
hægt og sígandi . Allir kannast við síðustu
„litlu ísöld“ sem náði (gróflega) yfir tímabilið
frá 1300–1900, en önnur slík, sem þó var
miklu hlýrri, hefur lengi verið kunn . Hún
hófst eitthvað upp úr 500 f . Kr . og náði inn
á fyrstu aldir okkar tímatals . Þá lagðist byggð
af í NorðurSkandinavíu og gresjur MiðAsíu
skræln uðu . Þetta hvort tveggja átti mikinn
þátt í að hrinda af stað þjóðflutningunum
miklu .
Fyrstu árþúsundin eftir flóðið mikla, sem
markar upphaf núverandi hlýskeiðs var