Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 45
 Þjóðmál vetur 2009 43 ings um veðurfræðileg efni eru álíka mark ­ tækar og t .d . yfirlýsingar tannlæknis um verk­ fræði eða jarðfræðings um stjörnufræði . Eitt af fjölmörgum dæmum um slíkt er há vær­ asti tals maður loftslagsdeildar NASA, James Hansen, sem er stjarneðlisfræðingur og hefur beitt þessari áður virtu stofnun í þágu allra of stækis fyllstu gróðurhúsamanna, t .d . með frá leitum og beinlínis fölsuðum og röngum yfir lýs ingum um að Suðurskautslandið sé að bráðna . Staðreyndin er, að þar er jökullinn að þykkna eins og hábunga Grænlandsjökuls, öfugt við gróðurhúsatalið . En víkjum aðeins nánar að Suður skauts­ landinu: Ég lærði harla fátt í gagn fræða­ skól anum við Lindargötu, en man þó vel eftir kortabók sem ég notaði þar, enda alltaf verið áhugamaður um landafræði . Í þessari korta bók var að finna yfirlit yfir meðalhita sumar og vetur á Suðurskautslandinu, en slíkt hitakort geta menn nú nálgast á netinu . Þar munu menn sjá eins og ég sá fyrir hálfri öld, að nær alls staðar á Suðurskautslandinu er margra tuga stiga frost árið um kring og kemst aldrei nálægt frostmarki þannig að ís geti bráðnað, jafnvel yfir allra, allra „heitasta“ árstímann . Meðal­„hiti“ yfir árið á meginjökli Suðurskautslandsins er mínus 57 stig . Gróðurhúsamenn telja, að hækkun hita um 1–4 stig muni leiða til bráðnunar Suður skautslandsins . Mér hefur hins vegar alltaf skilist í fákænsku minni að ís þurfi fyrst að ná frostmarki áður en hann bráðnar . Menn telja raunar að á stórum hlutum Suðurskautslandsins hafi hiti aldrei náð frostmarki svo ís gæti bráðnað síðan í lok tertíertíma fyrir um þrem milljónum ára, þótt sum hinna ýmsu hlýskeiða, sem síðan hafi komið hafi verið miklu hlýrri en það sem nú ríkir . Ís, sem er t .d . mínus 40 stig er nefnilega alveg jafn frosinn og ís sem er mínus 44 stig, eða það hélt ég . Jafnvel við strend urnar nær hitinn sárasjaldan, og víðast aldrei frostmarki nema þá fáein augnablik yfir „heit asta“ árstímann . Á þessu er þó ein und­ an tekning: Út úr Suðurskautlandinu geng ur langur og mjór skagi langt, langt í norð ur í átt að Suður­Ameríku . Allra, allra nyrst á þessum skaga eru fáeinir smájöklar, sem eru lengra frá suðurskauti en Ísland er frá norð­ ur skauti . Norðuroddi skagans er raunar eini hluti meginlandsins þar sem ís getur yfirleitt bráðnað og þar eru meira að segja dæmi um rigningu á sumrin, sem annars er óþekkt með öllu á Suðurskautslandinu . Smájöklarnir þarna hafa verið að hopa dálítið og þar er komin skýringin á fréttum NASA og fleiri um bráðnun Suðurskautslandins . Þær fjalla allar um norðurodda þessa skaga, þótt það sé aldrei tekið fram . Þess er nánast aldrei getið, að hitastig á sjálfu meginlandinu hefur verið að lækka, ólíkt því sem er á norðurhveli og óumdeildar mælingar sýna, að sjálfur meginjökullinn er að þykkna . Skýringin virð­ ist einföld . Í þeirri tímabundu uppsveiflu, sem ríkt hefur undanfarna áratugi hefur upp­ gufunin úr höfunum aukist og þar með úr­ koman . Þessi aukna úrkoma skilar sér í ná­ grenni heimskautanna sem snjór, þannig að meginjöklar þykkna og skriðjöklar herða á sér, þótt kvarnist dálítið úr jöðrunum . Það sama er að gerast á Grænlandi . Hábunga Grænlandsjökuls hefur hækkað, jafnframt því að kvarnast úr jöklum við sjávarmál og snælínan hækkar . Gróðurhúsamenn svífast einskis . T .d . hefur nýlega komið í ljós, að svonefnd „hokkí kylfa“ um hlýnunina (Yamal­trjá­ hringja kúrfan), sem mjög hefur verið haldið á lofti, ekki síst af Al Gore og IPCC var vís­ vitandi fölsun, gerð með því að velja úr trén sem hentuðu málstaðnum en sleppa öðrum . En víkjum nú aðeins að „lofttegund lífsins“, koldíoxíðinu voðalega . Það er, ásamt vatni, undirstaða alls lífs á jörðinni . Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist koldíoxíð hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins . Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.