Þjóðmál - 01.12.2009, Side 45

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 45
 Þjóðmál vetur 2009 43 ings um veðurfræðileg efni eru álíka mark ­ tækar og t .d . yfirlýsingar tannlæknis um verk­ fræði eða jarðfræðings um stjörnufræði . Eitt af fjölmörgum dæmum um slíkt er há vær­ asti tals maður loftslagsdeildar NASA, James Hansen, sem er stjarneðlisfræðingur og hefur beitt þessari áður virtu stofnun í þágu allra of stækis fyllstu gróðurhúsamanna, t .d . með frá leitum og beinlínis fölsuðum og röngum yfir lýs ingum um að Suðurskautslandið sé að bráðna . Staðreyndin er, að þar er jökullinn að þykkna eins og hábunga Grænlandsjökuls, öfugt við gróðurhúsatalið . En víkjum aðeins nánar að Suður skauts­ landinu: Ég lærði harla fátt í gagn fræða­ skól anum við Lindargötu, en man þó vel eftir kortabók sem ég notaði þar, enda alltaf verið áhugamaður um landafræði . Í þessari korta bók var að finna yfirlit yfir meðalhita sumar og vetur á Suðurskautslandinu, en slíkt hitakort geta menn nú nálgast á netinu . Þar munu menn sjá eins og ég sá fyrir hálfri öld, að nær alls staðar á Suðurskautslandinu er margra tuga stiga frost árið um kring og kemst aldrei nálægt frostmarki þannig að ís geti bráðnað, jafnvel yfir allra, allra „heitasta“ árstímann . Meðal­„hiti“ yfir árið á meginjökli Suðurskautslandsins er mínus 57 stig . Gróðurhúsamenn telja, að hækkun hita um 1–4 stig muni leiða til bráðnunar Suður skautslandsins . Mér hefur hins vegar alltaf skilist í fákænsku minni að ís þurfi fyrst að ná frostmarki áður en hann bráðnar . Menn telja raunar að á stórum hlutum Suðurskautslandsins hafi hiti aldrei náð frostmarki svo ís gæti bráðnað síðan í lok tertíertíma fyrir um þrem milljónum ára, þótt sum hinna ýmsu hlýskeiða, sem síðan hafi komið hafi verið miklu hlýrri en það sem nú ríkir . Ís, sem er t .d . mínus 40 stig er nefnilega alveg jafn frosinn og ís sem er mínus 44 stig, eða það hélt ég . Jafnvel við strend urnar nær hitinn sárasjaldan, og víðast aldrei frostmarki nema þá fáein augnablik yfir „heit asta“ árstímann . Á þessu er þó ein und­ an tekning: Út úr Suðurskautlandinu geng ur langur og mjór skagi langt, langt í norð ur í átt að Suður­Ameríku . Allra, allra nyrst á þessum skaga eru fáeinir smájöklar, sem eru lengra frá suðurskauti en Ísland er frá norð­ ur skauti . Norðuroddi skagans er raunar eini hluti meginlandsins þar sem ís getur yfirleitt bráðnað og þar eru meira að segja dæmi um rigningu á sumrin, sem annars er óþekkt með öllu á Suðurskautslandinu . Smájöklarnir þarna hafa verið að hopa dálítið og þar er komin skýringin á fréttum NASA og fleiri um bráðnun Suðurskautslandins . Þær fjalla allar um norðurodda þessa skaga, þótt það sé aldrei tekið fram . Þess er nánast aldrei getið, að hitastig á sjálfu meginlandinu hefur verið að lækka, ólíkt því sem er á norðurhveli og óumdeildar mælingar sýna, að sjálfur meginjökullinn er að þykkna . Skýringin virð­ ist einföld . Í þeirri tímabundu uppsveiflu, sem ríkt hefur undanfarna áratugi hefur upp­ gufunin úr höfunum aukist og þar með úr­ koman . Þessi aukna úrkoma skilar sér í ná­ grenni heimskautanna sem snjór, þannig að meginjöklar þykkna og skriðjöklar herða á sér, þótt kvarnist dálítið úr jöðrunum . Það sama er að gerast á Grænlandi . Hábunga Grænlandsjökuls hefur hækkað, jafnframt því að kvarnast úr jöklum við sjávarmál og snælínan hækkar . Gróðurhúsamenn svífast einskis . T .d . hefur nýlega komið í ljós, að svonefnd „hokkí kylfa“ um hlýnunina (Yamal­trjá­ hringja kúrfan), sem mjög hefur verið haldið á lofti, ekki síst af Al Gore og IPCC var vís­ vitandi fölsun, gerð með því að velja úr trén sem hentuðu málstaðnum en sleppa öðrum . En víkjum nú aðeins að „lofttegund lífsins“, koldíoxíðinu voðalega . Það er, ásamt vatni, undirstaða alls lífs á jörðinni . Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist koldíoxíð hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins . Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.