Þjóðmál - 01.12.2009, Side 17

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 17
 Þjóðmál vetur 2009 15 Ögmundur hafði and styggð á sleikju hætti Samfylk ing­ ar inn ar gagnvart útrásar auð mönn­ um . Sígild vinstri pólitík er barátta fyrir bættum kjörum og auknum rétti ndum þeirra sem lakast standa . Stjórn málamenn sem kenna sig við félags hyggju og réttindabaráttu launa fólks eru með fyrirvara á auð­ mönn um enda hags munir ólíkir . Samfylkingin taldi sig sækja her­ fræði sína til Tony Blair formanns breska Verkamannaflokksins sem dró úr róttækni flokksins, t .d . með því að afnema sannheilagan texta harðasta kjarna flokksins um þjóð­ nýt ingu . Blair færði flokkinn nær bresku milli stéttinni og vingaðist við efnamenn . Á Íslandi eru aðstæður nokkuð aðrar og Sam­ fylkingin var ekki með róttæka stefnu frá gamalli tíð sem þurfti að endur nýja . Viðhlæjendur sem Samfylkingin valdi sér úr röðum auðmanna voru menn eins og Jón Ólafsson í Skífunni og Jón Ásgeir Jóhannesson sem einatt er kenndur við Baug . Báðir Jónarnir, og raunar Sigurður Kaupþingsstjóri líka, höfðu með einum eða öðrum hætti fundið fyrir vanþóknun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra . Davíð Oddsson var þó ekki máttugri en svo að allri þrír ofantöldu stunduðu sín viðskipti og urðu efnamenn á valdaárum Davíðs . Tveir þeirra, Jón Ásgeir og Sigurður, urðu moldríkir á vakt Davíðs í stjórnarráðinu . Ef völd Davíðs hefðu verið jafn ógurleg og af var látið er tæplega hægt að segja að hann hafi beitt þeim af krafti . Davíð var ekki í sterkari stöðu en svo að þegar hann árið 1995 vildi skipta út mennta­ málaráðherra, Ólafi G . Einarssyni fyrir Björn Bjarnason, var það ekki fyrr en eftir jamm og japl að Ólafur G . féllst á að taka að sér forsetastörf á Alþingi . Það þurfti að smyrja þykkt oná embættið með einkabílstjóra og þess háttar til að fyrrverandi sveitarstjórnar­ mað ur úr Garðabæ léti segjast . Björn var ná­ inn sam verka maður Davíðs og í flestum rík­ jum sem við berum okkur saman við hefði verið talið sjálfsagt að formaður ríkisstjórnar­ flokks hlutaðist til um ráðherraembætti . Ekki hér á Íslandi . Hér eru skorður við völdum flokks formanna . Þingmenn eru með umboð frá kjósendum og geta sem slíkir staðið uppi í hárinu á oddvitum flokka . Þegar boðvald Davíðs er ekki meira en svo í eigin flokki er tæplega hægt að gera ráð fyrir að hann geti setið yfir hvers manns hlut . Nema, auðvitað, fjölmiðlaveldi og stjórnmálaflokkur sam ein ist um að framreiða tilbúinn veruleika .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.