Þjóðmál - 01.12.2009, Page 66

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 66
64 Þjóðmál vetur 2009 sem ég kannast alls ekki við að hafa sagt og eru fráleitar, t .d . að bankastjórar Útvegsbankans hafi í reynd ekki ráðið stefnunni í þeirri aðgerðaröð, sem ákveðin var, þegar fyrrnefnt samkomulag var gert . Þar hafi Gunnlaugur Claessen, þáverandi ríkislögmaður og ráðgjafi Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra, kúsk að okkur bankastjórana til hlýðni!3 Þetta er sennilegur málflutningur eða hitt þó heldur . Það er raunar álíka samkvæmt sannleikanum eins og að Björn Jón hafi haft einkaskjalasafn mitt um Hafskipsmálið til umráða við skrif sín, sbr . heimildaskrá bókarinnar . Á ður en lengra er haldið, þykir mér rétt að fara fáum almennum orðum um sam eiginlega erfiðleika Hafskips og Útvegs­ bankans örlagaárin 1984 og 1985 . Félagið missti í upphafi þessa tímabils öruggar og miklar tekjur af flutningum fyrir varnarliðið . Aðrir gríðarlegir erfiðleikar komu til í rekstri félagsins árið 1984 . Afleiðingarnar komu æ betur í ljós, þegar á árið leið . Eftir að Atlants­ hafssiglingar4 hófust seint á árinu 1984, jukust þessir erfiðleikar um allan helming . Þessi nýjung átti að treysta rekstur félagsins eftir missi flutninga fyrir varnarliðið, en flýtti þess í stað mjög fyrir endalokunum . Hafskip var næst stærsta viðskiptafyrirtæki bankans og hafði verið viðskiptavinur hans nánast frá stofnun þess árið 1958 . Verð­ mæt ustu áþreifanlegar eignir félagsins voru skip, en viðskiptasambönd voru einnig verulegt verðmæti í eigu Hafskips, þegar það var í fullum rekstri . Þetta kom glöggt í ljós í viðræðum við Eimskip sumarið 1985 . Al­ þjóð leg kreppa var í sjóflutningum og skip­ in, sem bankinn hafði veð í, lækkuðu mikið í verði . Bankaeftirlitið taldi þau hafa lækkað á árinu 1985 að verðgildi um nálægt 60% . Þetta álit urðu bankastjórar Útvegsbankans fyrst og fremst að hafa til hliðsjónar við mat á veðhæfi fyrirtækisins . Viðskiptasamböndin 3 Hafskip í skotlínu, bls . 67 . 4 Siglingar beint milli Evrópu og Bandaríkjanna . höfðu þann annmarka að hverfa og verða að engu við gjaldþrot . Því varð umfram allt að forðast rekstrarstöðvun, ef gera átti verðmæti úr viðskiptasamböndunum . Þetta var augljós hagur beggja . Útlán bankans til félagsins, sem voru mikil, voru í hættu að tapast að meira eða minna leyti, ef illa færi . Bankastjórar Útvegsbankans, sem voru nýkomnir til starfa, þegar þetta ástand skapaðist, höfðu því úr vöndu að ráða ekki síður en stjórnendur Hafskips . Áhætta bankans var orðin mikil og jókst með stórfelldum taprekstri og verðrýrn­ un skipanna . Því varð að stöðva beinar lánveit­ ingar til félagsins haustið 1984 . Frá þessu er sagt í bók Stefáns Gunnars, eins og bankinn hafi „skorið á“5 viðskipti við Hafskip, ef frá er talin lánafyrirgreiðsla vegna hlutafjáraukningar . Staðreyndin er sú, að bankastjórnin jók eftir það kaup á viðskiptavíxlum í eigu félagsins og skuldbreytti lánum hvað eftir annað . Hún studdi hlutafjáraukningu í byrjun árs 1985 og gerði þannig félaginu kleift „að berjast til þrautar“6 með því að lána út á allt hlutaféð gegn veði í skuldabréfum hluthafa . Banka­ stjórnin tók undir tillögur stjórnar Hafskips um viðræður við Eimskip og síðar SÍS um sölu félagsins í rekstri og tók mikinn þátt í þeim viðræðum, þótt sú viðleitni bæri ekki árangur . Mjög skortir á, að þessi nána samvinna og sameiginlegar björgunaraðgerðir stjórnenda Útvegsbankans og Hafskips, komist til skila í sagnritun höfunda beggja bókanna . Rekstur og fjárhagur Hafskips versnaði ótrú lega hratt á árunum 1984 og 1985 . Tvenn tímamót skipta þó mestu á vegferð félags ins í þrot . Hin fyrri voru stórtap á árinu 1984 . Um haustið 1984 var rekstrarhalli ársins áætlaður 50 til 60 milljónir króna . Þetta var svo alvarlegur taprekstur, að í desember lýsti for maður stjórnar Hafskips ástandinu þannig: „Engin skyndihagræðing eða niðurskurður getur bjargað félaginu. Ekkert er unnið með að bíða 5 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 16 . 6 Orðalag í skýrslu stjórnar á aðalfundi 7 . júní 1985 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.