Þjóðmál - 01.12.2009, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 30
28 Þjóðmál vetur 2009 einstakra fjármálafyrirtækja, að spur ningum þeirra sé mætt með athuga semd um um, að Morgunblaðið sé „að kynda undir“ óróa á fjár málamarkaðnum eða „auka á erfiðleika“ á mark aðnum . Og spurningum er oftar en ekki svarað með athugasemdum, sem augljóslega eru rangar eða villandi og til þess fallnar að gefa aðra mynd af þeim veruleika, sem við blasir en tilefni er til .“ Eftir að Björgólfur Guðmundsson kom til sögunnar sem helzti eigandi Morg­ un blaðsins, gerði hann aldrei athugasemdir við fréttaflutning blaðsins eða umfjöllun um málefni bankanna eða viðskiptalífsins . Hann skildi hins vegar ekki hvað lítið var um fréttir af brezka knattspyrnufélaginu West Ham í blaðinu og bar það saman við fréttaflutning Morgunblaðsins af Stoke City, sem Íslendingar höfðu átt hlut í . Eftir að Baugur Group eignaðist fjölmiðla, hafa oft sprottið upp deilur um það, hvort eigendur þess fyrirtækis hafi misnotað aðstöðu sína á þeim . Fólk getur haft mismunandi skoðanir á því . Bezt fer á því, að hver og einn lesandi blaðs eða áhorfandi sjónvarpsstöðvar leggi sinn eigin dóm á það . Sumarið 2009 birtist dálkur eftir ritstjóra Fréttablaðsins í blaðinu þar sem haldið var uppi gagnrýni á störf Evu Joly og ríkisstjórninni ráðlagt að setja hana af en fá annan erlendan sérfræðing til ráðgjafar .* Hvers vegna skyldi Fréttablaðinu hafa verið svo mjög í nöp við Evu Joly? Vinnumarkaðurinn hefur verið mjög þröngur fyrir starfsmenn fjölmiðla og margir þeirra hafa sjálfsagt haft takmarkaðan áhuga á því að þurfa að leita sér að annarri vinnu . Allt hefur þetta haft áhrif . Það getur líka skapast ákveðinn liðsandi á fjölmiðlum . Það er ekki ósennilegt að blaðamenn og fréttamenn á fjölmiðlum Baugs Group hafi upplifað stöðu sína á þann hátt, að þeir væru í ákveðnu liði og vildu vinna að hagsmunum liðsheildar innar . En fleira kemur til, sem á þátt í því, að um fjöllun íslenzkra fjölmiðla um að­ drag andann að bankahruninu stendur ekki undir nafni . Menntun blaðamanna og frétta­ manna er meiri en áður . Fyrir nokkrum ára­ tugum var miðað við að blaðamenn hefðu stúdents próf . Nú eru langflestir starfsmenn á rit stjórnum eða fréttastofum fjölmiðla ýmist með BA­gráður eða meistarapróf í einhverri grein . Þrátt fyrir góða menntun er þekkingin á mörgum sviðum ótrúlega takmörkuð . Ungir blaðamenn hafa svo litla þekkingu á íslenzkri samt ímasögu að kennslu á því sviði hlýtur að vera mjög ábótavant í skólum landsins . Of margir blaðamenn fylgjast illa með því, sem gerist í öðrum löndum . Þessi þekkingarskortur er að mínu mati ein ástæða þess, hvað fjölmiðlamenn tóku seint við sér í sambandi við vandamál íslenzku bankanna undir lok ársins 2005 og fram á árið 2006 og að þeir skildu hreinlega ekki hvað var að gerast, þegar fréttir um hús­ næðislánavafninga og undirmálslán byrjuðu að berast frá útlöndum sumarið 2007 . Þetta er ekki bara vandamál íslenzkra blaða manna . Hið sama má segja um starfsbræður þeirra í öðrum löndum . Þekki ngar skortur og áhuga­ leysi á hinu alþjóðlega samhengi efnahags mála á þátt í sofandahætti íslenzkra fjöl miðla . Til viðbótar kemur svo sjálfhverfni fjölmiðla og innbyggð afbrýðisemi hvers í annars garð . Fjölmiðlar og starfsfólk fjölmiðla eru sjálfhverf fyrirbæri og telja, að það sem að þeim snýr skipti öllu máli . Þetta er ekki séríslenzkt vandamál . Það er alþjóðlegt . Fáir skynja þetta betur en þeir, sem lengi hafa starfað á fjölmiðli og sjá þetta í mjög skýru ljósi, þegar þeir eru horfnir af þeim vettvangi . Augljóst dæmi um þetta eru viðbrögð starfsmanna Stöðvar 2 við ólátum í kringum útsendingu þeirra á gamlársdag 2008 . Voru það merkilegri fréttir en ólæti annars staðar? Blaðamönnum finnst að það, sem þeir eru að fjalla um þá stundina, sé það ___________ * Jón Kaldal: „Misskilningurinn um Evu Joly .“ Fréttablaðið, 17 . júní 2009 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.