Þjóðmál - 01.12.2009, Side 96

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 96
94 Þjóðmál vetur 2009 hafa farið víða . Stórar myndir njóta sín hins vegar illa í bókinni . Er undarlegt að Jónas skuli ekki hafa óskað eftir betri frágangi að þessu leyti, því að hann segir margoft frá því, hve annt honum sé um frágang á prentgripum . Einhvers staðar sá ég, að Jónas teldi það lof um bók sína, að hún væri fljótlesin . Hún er það svo sannarlega og einnig auðlesin, því að stíll Jónasar er einfaldur og skýr . Greindarleg sérviska og mikilvæg sjónarhorn Þorsteinn Antonsson: Á veraldar vegum. Greinar og frásagnir, Sagnasmiðjan, Reykja vík 2009, 120 bls . Eftir Bjarna Harðarson Þorsteinn Antonsson rithöfundur hefur ver ið lengi að og eftir hann liggur margt bóka frá síðustu fjórum áratugum . Hann hefur samt að mestu farist á mis við metsölulista sem kann að vera til jafns gæfa höfundar og böl . Á þessu hausti kom út frá höf undi greinasafnið Á veraldar vegum og nafnið kallast óneitanlega á við eldra greinasafn sama höf undar frá árinu 2000 en það hét Á eigin vegum . Það er ekki bara að Þor steinn sneiði þar hjá að vera á metsölulist um með þjóð sinni, hann fer heldur ekki alfaraleiðir í þankabrotum sínum og það er kostur . Í bókinni Á veraldar vegum er tæpt á ýmsum sviðum mannlegrar tilveru en mjög stór hluti hennar fjallar þó um stjórnmál í víðum skilningi þess orðs . Þar utan við eru svo athyglisverðar pælingar aftast um andlegar veilur og siðferði, umfjöllun um bókmenntir og listir og fleira mætti telja . Hér verður einkanlega staldrað við hinn pólitíska þátt bókarinnar og þar er nálgun Þor­ steins mjög mikilvæg því hann kemur lesanda fyrir sjónir sem sá sem hvorki horfir frá vinstri né hægri . Slíkt er því miður fátítt í umræðu síðustu áratuga og mjög víða hefur skot grafar hernaður andstæðra fylkinga skemmt fyrir annars athyglisverðum pælingum manna . Þorsteinn gengur hér um sali eins og þessar markalínur komi honum ekki við og er fyrir vikið frjálsari en margur sem um þjóðfélagsmál fjallar . Sýn höfundar á samskipti menningarheima, einkum samskipti svokallaðra þriðja heims landa við Vesturlönd, er allrar athygli verð . Þar beinir hann sjónum sínum að hinum djúpu áhrifum einstaklingshyggju Vesturlanda . Og í grein ingu á sögunni ræðir Þorsteinn athyglis­ verðar kenningar eins og þær að það hafi í reynd verið upp lýs inga iðnaður tölvu ald arinnar sem felldi Sovétríkin . Með þessu er þó ekki sagt að röksemdafærslur Þorsteins Antonssonar séu alltaf mjög mark viss­ ar og margar af greinum höfundar hefði mátt slípa mun meira, stytta og gera um leið auð­ skiljanlegri . Eins og í mörgum fyrri skrifum er Þorsteinn Antonsson upptekinn af því fálæti sem hann hefur orðið fyrir í bókmenntaheiminum . Sjálfur er höfundurinn um leið sérfræðingur í öðrum utangarðsskáldum og dregur stundum dám af þeim í birkilenskum skrifum . Um þetta er ekki margt að segja og vitaskuld er það böl fyrir afkomu höfundar að njóta ekki sannmælis en í ríki lista og stjórnmála er það hinn eðlilegi þáttur að laun heimsins eru vanþakklæti . Ofurhlaupari segir sögu sína Gunnlaugur Júlíusson: Að sigra sjálfan sig, Vestfirska forlagið, Brekku í Dýrafirði 2009, 192 bls . Eftir Björn Bjarnason Gunnlaugur Júlíusson segir ótrúlega sögu í bók sinni . Hann lýsir ferli sínum sem hlaupara, frá því að hann fyrir hvatn ingu Jóa, fimm ára sonar síns, hljóp með honum skemmtiskokk í tengslum við Reykjavíkur­ maraþon 21 . ágúst 1994, og til þess að hann hljóp eitt af þremur erfiðustu hlaupum heims,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.