Þjóðmál - 01.12.2009, Page 88

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 88
86 Þjóðmál vetur 2009 framkvæmdur . Á unga aldri hefur hann orðið að þola hina hörðustu raun og gengið tvíefldur út úr hverri þraut . Sósíalisminn er engin spurning lengur . Hann er staðreynd . Tilverumöguleiki sósíalismans er útrætt mál . (s . 149–150) Víst var það rétt hjá Sverri að árið 1948 var til þjóðfélag sem sósíalistar eða kommúnistar stjórnuðu . Vafamál er þó hvort sósíalismi hafi nokkru sinni verið framkvæmdur í þeim skilningi að sósíalískt hagkerfi næði að brauðfæða heila þjóð . Þar sem fólk hefur fengið sæmilega að borða í ríkjum kommúnista hefur dreifstýrt hagkerfi hjarað við hlið áætlanabúskaparins . En hvað sem því líður eru þessi orð Sverris merkileg og upplýsandi því að í þeim er fólgið nokkuð af því sem helst gefur kommúnismanum seiðmagn sitt . Hér hef ég einkum í huga drauminn um að menn taki örlög sín í eigin hendur – hagi samfélagi sínu og lífi eftir meðvituðum hugsjónum: „Þetta þjóðfélag er þeirra verk, og þeir vita það .“ Þessi draumur er vitaskuld fjarri öllum raun­ veruleika . Þjóðfélög eru ekki búin til neitt frekar en tungumál eða menningarhefðir . Þau hafa orðið til á löngum tíma og enginn er þess um kom inn að kalla heilt ríki eða samfélag sitt verk . Við lærum að átta okkur á siðum, lögum, vinnu markaði, tækni, hefðum, samskiptaháttum, rétti ndum og skyldum að einhverju marki . En ýmis legt í mannlífinu skiljum við aðeins til hálfs og annað alls ekki . Í reynd gengur þeim því heldur brösótt sem reyna að umskapa heilar þjóðir . Kenning sem segir mönnum að þeir geti þrátt fyrir allt tekið örlögin í eigin hendur og mótað ríki sitt með meðvituðum ákvörðunum er samt vís til að heilla þá sem eru orðnir pirraðir á veruleikanum og þykir ergilegt hvað heimurinn er harður og sljór . Hluti af aðdráttarafli komm­ únismans er fólgið í þessum draumórum um algerlega meðvitaða og „frjálsa“ stjórn mann ­ fólksins á tilveru sinni . Ópíum fyrir menntamenn En hefur kommúnisminn ekki sungið sitt síð­ asta? Munu ekki aðrir draumar um fullkomnara samfélag taka við? Það telja sumir, eins og til dæmis Richard Pipes . Árið 2001 kom út bók eftir hann sem heitir Communism: A Brief History og kallast í íslenskri þýðingu Kommúnisminn: Sögulegt ágrip . Í formála bókarinnar segir Pipes: Bók þessi er jöfnum höndum kynning á komm­ únismanum og minningargrein hans . Það er deg inum ljósara að jafnvel þótt leitin að full­ komn um félagslegum jöfnuði, sem hefur verið leið ar ljós útópískra kommúnista frá fornu fari, hefjist einhvern tíma að nýju mun hún ekki bein ast í farveg marxisma­lenínisma . Ósigur þess síðarnefnda er svo afgerandi að jafnvel arftakar sovét­kommúnistanna í Rússlandi og annars staðar hafa hafnað lenín ismanum og í hans stað tvinnað saman því sem henta þykir úr lýð ræð­ islegri jafnaðarstefnu og þjóð ernishyggju . (s . 9)1 Þrátt fyrir þessi minningarorð virðist marxismi enn lifa meðal menntamanna . Og hví skyldi hann ekki gera það? Rökin gegn honum voru næstum jafn góð 1968 eins og núna . Það skiptir varla máli hvort rifjað er upp þús­ und sinnum eða tvöþúsund sinnum hvað komm­ únistar myrtu marga á síðustu öld . Það má líka einu gilda hvort dæmin um skipbrot miðstýrðra hagkerfa eru 50 eða 100 – þeir sem ekkert læra af fáum dæmum læra ekki heldur af mörgum og ef menn gátu heillast af marxisma fyrir 40 árum þá geta þeir það eins í dag . Hugmyndir sem voru ópíum fyrir menntamenn fyrir hálfri öld eru enn jafn vanabindandi – því eins og næstum allir vita, nema kannski marxistar, breytist sálarlíf fólks hvorki hratt né auðveldlega . Marxistar líta á kenningu sína sem stjórnspeki fyrir verkafólk . Víst hafa ýmis stefnumál kommúnistaflokka átt fylgi hjá stórum hópum verkamanna en heimspeki Marx og Engels hefur miklu fremur höfðað til menntamanna en verkafólks . Þessi heimspeki hefur ekki mótast vegna reynslu manna af starfi í verkalýðsfélögum eða neinu slíku . Jarðvegurinn sem hún á rætur í er hjá kjaftastéttum fremur en erfiðismönnum . Ég er svo sem enginn sagnfræðingur og treysti mér ekki til að fullyrða nákvæmlega hvaða hópar stóðu að baki valdatöku kommúnista í löndum sem þeir hafa náð undir sig . En af því litla sem ég 1 Tilvitnun tekin úr íslenskri þýðingu Jakobs F . Ásgeirs­ sonar og Margrétar Gunnarsdóttur sem kom út árið 2005 hjá Bókafélaginu Uglu .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.