Þjóðmál - 01.12.2009, Side 60

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 60
58 Þjóðmál vetur 2009 Ragnar Jónasson Leyndardómar verka Agöthu Christie afhjúpaðir Gamaldags sjarmi, í anda Agöthu Christie, svífur yfir vötnum á veitingastaðnum í West India Quay í Lundúnum þar sem ég hitti rithöfundinn John Curran á sólríkum sunnudegi, en hann hefur verið aðdáandi Agöthu Christie um árabil . Við ætlum að spjalla saman um nýju bókina hans . Veit­ inga staðurinn er til húsa í gamalli sykur­ vöruskemmu frá nítjándu öld og það er auðvelt að ímynda sér þetta sem vettvang morðs í spennusögu eftir Agöthu Christie – eða jafnvel staðinn þar sem Hercule Poirot biður hina grunuðu að safnast saman til há­ degisverðar, undir því yfirskini að spyrja þá nokkurra spurninga – en afhjúpar að lok­ um einn gestanna sem morðingjann! Að þessu sinni sé ég hins vegar um að spyrja spurninganna en John Curran ætlar að sjá um afhjúpanirnar – enda veit hann meira um sögur og sögufléttur Agöthu Christie en flestir aðrir aðdáendur hennar, sér í lagi eftir að dóttursonur Agöthu, Mathew Prichard, veitti honum aðgang að minnisbókum ömmu sinnar . Í kjölfarið skrifaði Curran bók – nærri 500 blaðsíður að lengd – sem HarperCollins bókaútgáfan gaf út í Bretlandi í september og kallast Agatha Christie’s Secret Notebooks: Fifty Years of Mysteries in the Making . Stefnir á doktorsgráðu í Agöthu John Curran, sem byrjaði að lesa Agöthu Christie bækur sex eða sjö ára gamall, tók sér ársleyfi frá störfum sínum sem opinber starfs­ maður til þess að rannsaka minnis bækurnar og skrifa bókina . Nú stefnir hann á það að setjast í helgan stein óvenjulega snemma til þess að einbeita sér að Agöthu Christie . Hann er með aðra bók í undirbúningi og hyggst öðlast doktorsgráðu í Agöthu Christie frá Trinity College í Dyflinni . Curran hafði aðgang að 73 minnisbókum við gerð bókarinnar, en þær ná yfir allan feril Agöthu . „Þetta er í fyrsta sinn sem einhver hefur skoðað minnisbækurnar gaumgæfilega,“ segir Curran, sem einbeitir sér aðeins að skrifum Agöthu og sögufléttum hennar, en lætur hjá líða að fjalla um einkalíf hennar . „Í Rætt við John Curran, höfund bókarinnar Agatha Christie’s Secret Notebooks, sem kom út í september .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.