Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 35

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 35
en gæti eigi haft og mætti eigi með neinu móti hafa hin allra minstu afskifti af kenningu og játningu og prestsköllun hvers einstaks safnaðar.59 Virðast hugmyndir Þórhalls í þessu efni hafa breyst frá því tveimur árum áður en fram að þeim tíma virðist hann hafa litið svo á að lúthersku meiri- hlutakirkjunni bæri að keppa eftir því að halda saman sem samhæfð heild er héldi fyrri skipan að mestu óraskaðri þrátt fyrir aðskilnað. Það álit kom meðal annars fram í ummælum hans er lög höfðu verið sett um stofnun tveggja vígslubiskupsembætta en þá ritaði hann: Fyrir þá sem vona það og vinna að því að hin íslenzka kirkja haldist saman sem félagsheild, og það eins þó ytri hagir hennar kynni að breytast, og treysta því að þjóðræknistrygðin við fornu stólana verði þá eitt traustasta einingarbandið - fyrir þá eru vígslubiskupar Skálholts og Hóla annað og meira en hégómi.60 Þessi breytta afstaða varpar ljósi á rætur þeirrar kirkjuguðfræði sem Þórhallur Bjarnarson og ýmsir aðrir hér á landi gengu út frá um þessar mundir. I fyrri grein um þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld var látið að því liggja að Islendingar hafi sótt hugmyndir um kirkjuskipan til tveggja átta, Vesturheims og Evrópu.61 Áhrifin frá kirkjulífi íslendinga vestanhafs koma greinilega fram í greinaskrifum, umræðum á Alþingi og víðar. Þær heimildir sem hér er stuðst við sýna hins vegar ekki vægi hinna evrópsku áhrifa á sama hátt en þar er ekki síst átt við guðfræði Fr. Schleiermachers. Þar fyrir gefa heimildarnar ekki tilefni til að álykta að um slík áhrif hafi ekki verið að ræða enda var Þórhallur Bjarnarson og margir þeirra sem við sögu koma vel að sér í þýskri guðfræði samtímans. Þetta atriði krefst viðameiri hugmynda- og guðfræðisögulegra rannsókna en rúmast innan þessa greinaflokks. Áherslubreytingin sem vart verður hjá Þórhalli Bjarnarsyni 1909-1911 bendir þó til að hjá honum hafi áhrifin frá Vesturheimi farið í vöxt eftir því sem leið á ævina þegar um kirkjuskipan er að ræða. í Þýskalandi höfðu lútherskar landskirkjur almennt komið á kirkjustjórn í höndum kirkjuþinga (synodalt stjórnarform) undir lok 19. aldar. Meðal systurkirknanna í Ameríku var hins vegar almennt litið svo á að hinn staðbundni söfnuður ætti að hafa sjálfsstjórnarvald þó hann gæti að 59 Skilnaðarkjörin 1911: 275. Sjá og Kirkjueignirnar 1916: 192. 60 Vígslubiskupar 1909: 276. 61 Hjalti Hugason 2010: 77-79.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.