Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 36
einhverju leyti framselt það sameiginlegu ráði eða þingi er tæki til tiltekins svæðis.62 Þetta atriði styrkir því yrðinguna um áhrif úr tveimur áttum án þess að skerpa hana að nokkru ráði. Við aðskilnað taldi Þórhallur 1911 sjálfgefið að biskupsembættið legðist niður.63 Leiddi það af því sjónarmiði að hver söfnuður ætti að verða sjálf- stæð eining. Aftur á móti leit hann svo á að skilnaður ríkis og kirkju tæki ekki hið minnsta til guðfræðideildar við hinn nýstofnaða háskóla.64 Líta má svo á að sá kongregatíónalíski skilningur sem Þórhallur aðhylltist um þetta leyti hafi gert hann að róttækari fríkirkjumanni en hann hafði verið til þessa. Sjónarmið embættismannsins Vorið 1914 stóð fyrir dyrum aukaþing þar sem fjalla átti um stjórnarskrár- breytingar sem samþykktar höfðu verið árið áður og meðal annars tóku til trúmálabálksins.65 Ritaði Þórhallur Bjarnarson við það tækifæri tvær greinar um hvað annars vegar stuðlaði að aðskilnaði ríkis og kirkju og hins vegar hvað aftraði honum. í fyrri greininni fjallaði hann um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar. Að þessu sinni var lagt til að aftan við kirkju- skipanina í þáverandi 45. (núv. 62.) gr. kæmi viðbót um að breyta mætti kirkjuskipaninni með lögum. Ekki var gert ráð fyrir sérstökum varnagla, það er þjóðaratkvæðagreiðslu, um slíka breytingu líkt og kemur fram í núverandi 79. gr. stjórnarskrárinnar.66 Um þessa tillögu sagði Þórhallur: „Þjóðkirkjan, eða réttara sagt ríkiskirkjan, var áður í víggirtri borg, en nú hrynja þeir múrar“.67 Var enda litið á breytinguna sem undirbúning 62 Harkins 1965: 2315-2316. 63 Skilnaðarkjörin 1912: 43. 64 Skilnaðarkjörin 1912: 43. Sjá Alþingistíðindi 1909(A): 1102. Þessu lýsti Gísli Sveinsson (1880- 1959) lögfræðingur og þm Vestur-Skaftfellinga sig ósammála tveimur árum síðar og taldi að trúfélög, þar á meðal lútherska kirkjan, ættu að annast prestsmenntun sina sjálf. Við Háskólann ætti aðeins að kenna trúarbragðasögu og/eða kirkjusögu og trúarheimspeki og þá í tengslum við almenna sögu- og heimspekikennslu. Gísli Sveinsson 1914: 207, 209. Sjá Gþ'sli] Sv[einsson] 1913: 97-98. 65 Alþingistíðindi 1913(A): 280. Alþingistíðindi 1914(B:I): 5. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim breytingum sem lutu að þjóðkirkjuskipaninni. Þær féllu í skuggann af öðrum stjórnarskrárbreytingum og urðu að lögum óbreyttar 19. 6. 1915. Stjórnartíðindi 1915(A): 20. 66 Alþingistíðindi 1914(A): 4, 671, 674, 751, 753, 759. Stjórnartíðindi 1915(A): 20-21. Hvað hcldur - hvað veldur? 19l4a: 68. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu kom inn í Stjórnarskrá konungsríkisins íslands 1920 (76. gr.). Stjórnartíðindi 1920(A): 20. Stjórnarskrá Iýðveldisins fslands 1944 nr. 33 17. júní. Slóð sjá heimildaskrá. 67 Hvað heldur - hvað veldur? 1914a: 68. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.