Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 41
Tveimur árum síðar (1918) túlkaði einn af dómurum hæstaréttar, Hans Christian Valdemar Schau (1857-1923), dóminn. í upphafi tók hann fram að niðurstaðan hafi verið (rang-)túlkuð á þann veg sem Jón Helgason gerði raunar að Arboe Rasmussen væri heimilt að vera prestur í þjóðkirkjunni.86 Schau undirstrikaði aftur á móti að sú hefði ekki verið raunin. Hæstiréttur hefði litið svo á að hann væri vissulega hæfur til að dæma í kenningarlegu málefni.87 Þá veittu dönsk lög heimild til að dæma presta til refsingar fyrir að gerast sekir um trúvillu.88 Rétturinn hafi hins vegar að vel yfirlögðu ráði látið vera að tjá sig um hvort og að hve miklu leyti Arboe Rasmussen hefði brotið gegn kennisetningum kirkjunnar þar sem málið sem skotið hafði verið til réttarins laut aðeins að því hvort hann hefði unnið til refsingar. Því hafi orðið að vega inn ástæður til sýknunar.89 Taldi rétturinn í því sambandi að sökum þess hve lengi yfirmenn Arboe Rasmussen hefðu látið hjá líða að hefja formlegar aðgerðir gegn honum hefði hann haft ástæðu til að vera í góðri trú um að sér væri heimilt að halda fram hinum umdeildu sérskoðunum sínum.90 En Rasmussen hafði tekið að viðra þær þegar um 1910.91 Schau kvað því að ekki bæri að túlka dóminn þannig að í honum fælist yfirlýsing þess efnis að Arboe Rasmussen væri heimilt að vera prestur í þjóðkirkjunni. Rétturinn hefði aðeins skorið úr um að ekki bæri að dæma hann til refsingar.92 Akvörðun um framtíð hans í embætti hefði hins vegar átt að taka á viðkomandi stjórnsýslustigi og væri hún á valdi yfirmanna hans, biskups og ráðherra. Fyrrgreind skrif Jóns Helgasonar urðu til þess að Sigurður Stefánsson (1854-1925) í Vigur ritaði um mál Arboe Rasmussens út frá sjónarhorni hefðbundinnar guðfræði. Harmaði hann að veraldlegur réttur sem skorti sérþekkingu hefði þurft að dæma í ágreiningsmáli innan vébanda kirkjunnar. Taldi hann slíkan dómstól hljóta í lengstu lög að hliðra sér hjá að kveða upp efnislegan dóm í málum sem þessu líkt og hæstiréttur hafði að hans mati gert í máli Arboe Rasmussens.93 Kvað Sigurður dogmulausan kristindóm og játningarlausa kirkju vera eina af æðstu kirkjulegu hugsjónum „nýju 86 Schau 1918: 78. 87 Schau 1918: 79. 88 Schau 1918: 79. 89 Schau 1918: 79-80. 90 Schau 1918: 80. Jacobsen 1913: 18-22, 32-37. Garde 2006: 37, 121-124. 91 Garde 2006: 21. 92 Schau 1918: 80. Garde 2006: 38, 71-72. 93 Sigurður Stefánsson 1916: 15-16. L 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.