Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 55
grein hafi haldið áfram um hríð. En gagnrýni á prestsembættið af hálfu
spámannanna varð til að veikja það og með verkum Esra og Nehemía varð
hlutverk spekingsins hafið til mestrar virðingar. Haham verður andlegur
leiðtogi Gyðinga allt til rabbínska tímans á fyrstu öld f. Kr. Frá sjónarhóli
þessara leiðtoga gengur endurreisn musterisins ekki út á það að framselja
það prestunum að nýju heldur spekingunum.18
Um fjórðu öld Esra og Nehemía er lítið vitað með vissu. Engir spámenn
eru lengur nefndir eftir þá Malakí og Esra - og Nehemía tryggir stöðu sína
yfir prestunum við fórnarþjónustuna. I raun er óljóst hvort prestarnir af legg
Sadóks hafi nokkrru sinni endurheimt sjálfstæði sitt við musterisþjónustua
eins og fyrir babýlónsku herleiðinguna, að áliti Sigal.19 Michael E. Stone
bendir, eins og fleiri, á vandamál þau sem tengjast skorti á heimildum um
tímabilið sem tekur við eftir lok babýlónsku herleiðingarinnar allt til tíma
Alexanders mikla. Að undanskildum ritum Esra og Nehemía þá verður að
byggja á heimildum sem fæstar eru eldri en frá annarri öld f. Kr. um hið
nýja samfélag Gyðinga. Stone skoðar hlutverk prestsins og spekingsins í
Testamenti Leví (frá þriðju öld f. Kr.) annars vegar og Síraksbók (frá annarri
öld f. Kr.) hins vegar. Samanburðurinn leiðir í ljós að bæði presturinn og
spekingurinn eigi sér samnefnara í tileinkun spekihefða á þessu tímabili.
Hlutverk prestsins er um leið að þróast í áttina að messíasareftirvænt-
ingum á meðan spekingurinn tileinkar sér hina fornu spámannahefð segir
Stone.20 Þegar arftakar Alexanders mikla frá Egyptalandi taka völdin í
Jerúsalem (302-198 f. Kr.) þá má fljótlega greina þrenns konar viðbrögð
á meðal Gyðinga í Júdeu: (1) Sumir leitast strax við að taka upp siðu og
venjur aðkomumanna; (2) aðrir reyna að halda í endurreisnarverk Esra og
Nehemía; og loks (3) eru enn aðrir sem ganga af trúnni. Á þessum sama
tíma, þriðju öldinni fyrir Krists burð, vex stofnun sýnagógunnar fiskur um
hrygg og samtímis sér dagsins ljós einhvers konar fyrirmynd rabbínanna (e.
proto-rabbis) sem oft birtast sem andlegir og karismatískir leiðtogar.21 Elstu
sýnagógur Gyðinga voru reistar í Egyptalandi og Sýrlandi á þriðju öld f. Kr.
Ben Síra er jafnan talinn elsta fyrirmynd rabbínanna eða frá því snemma á
annarri öld f. Kr. I Síraksbók segir m.a.:
18 Sigal, Halakhah, s. 37-38.
19 Sigal, sama rit, s. 39.
20 Stone, „Priest and Sage in the Early Second Temple Age“, s. 580-581.
21 Sigal, Halakhah, s. 39.
53