Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 56

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 56
Hann [spekingurinn] rannsakar speki hinna fornu manna leggur sig eftir spádómum. Hann safnar orðræðum víðkunnra manna, og kafar í dæmi orðskviðanna. ... Höfðingjar kveðja hann til þjónustu, ... Hann ferðast meðal framandi þjóða og reynir menn að góðu og illu (Sír 39.1-4). Ben Síra er persónugervingur hinnar vaxandi lagahefðar gyðingdómsins (hebr. halakha) á sinni tíð en í þeirri lagahefð öðlast gjörvöll ritningin og túlkun á Lögmálinu kennivald guðlegrar opinberunar. Ben Síra sameinar um leið helleníska menningu og Gyðinga, segir Sigal, nokkuð sem nær hámarki í persónu Páls postula. Hin eiginlega rabbínska hefð er tileinkuð Símoni hinum réttláta (snemma á fyrstu öld f. Kr.) en ekki eru þekktar lagahefðir sem honum hafi verið tileinkaðar. Ekki er talið að skólar rabbína hafi sameinast um samhljóma álit í ýmsum málum en hver skóli haldið fram sinni skoðun í álitamálum eftir því sem verða vildi. Einhvers konar ráðstefnuhald er þó þekkt frá því að annarri öld f. Kr. af slíkum toga eða sajnræðuvettvangur um lagatúlkun.22 í Mishna Abot, ef til vill elsta hluta Mishna, er leitast við að tengja arfleið rabbínanna við Sínaí hefð lögmálsins í gegnum spámannahefð og presta af meiði Sadoks. Abot gefur til kynna að halakha hefðin hafi sama kennivald og Lögmál Móse vegna þess að hún sé í beinu framhaldi af verkum presta, spámanna og spekinga Biblíunnar og að fulltrúar þessara stofnana hafi setið þing (hebr. sanhedrin) á annarri öld f. Kr., sem Mishna dregur saman í eina mýtólógíska ráðstefnu, Þingið mikla (e. The Great Sanhendrin), þar sem líka Símon hinn réttláti á að hafa tekið þátt, en óljóst er hver sá Símon var eða átti að hafa verið. Sumir tengja hann við annan æðstaprest Hasmónea tímabilsins laust eftir miðja aðra öld f. Kr. en aðrir við annan Símon sem var uppi hálfri öld fyrr.23 Fleiri einstaklingar eru tilgreinir í Abot til að gefa ákveðnum sjónarmiðum kennivald. Þannig er Antígónus, óþekkt persóna, hafður með ásamt Símoni til að halda vörð um hlutverk grískrar tungu sem skuli nota til jafns við hebresku fremur en arameísku eða sýrlensku.24 En rétt eins og þingin eru sett undir einn hatt er eins líklegt að báðar þessar persónur eigi sér ekki sagnfræðilegar fyrirmyndir. í rabbínskum 22 Sigal, sama rit, s. 40—43. 23 Sigal, sama rit, s. 43-45. 24 Sigal, sama rit, s. 46. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.