Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 62
er náskylt þessum tveimur fyrst töldu ritum og endurspeglar rabbínska
lagatúlkun enda þótt hún sé ekki varðveitt nema í síðari ritum Gyðinga.52
Þá er ýmsar upplýsingar um lögmálsskilning í frumkristni að finna í bréfum
Páls postula og Postulasögunni enda þótt þar sé um að ræða umfjöllun
sem gengur gegn lögmálstúlkun.53 Einnig Tólfpostula kverið eða Didache á
heima í þessum flokki.54 Þá á má nefna Fyrra Klemensarbréf Bréf Ignatíusar
og Barnabasarbréf en þau eru eins og Tólfpostula kverið hluti af apókrýfum
ritum Nýja testamentisins (Ritum Postulafeðranna) þar sem víða er að
finna tilvísanir í lagaefni.55 Lagatúlkun rabbína frá því fyrir og eftir Krists
burð og síðar er safnað saman í verkum sem kom út umtalsvert síðar eða í
Mishna firá aldamótunum 200 og Tosefta rösklega hálfri öld síðar og fleiri
verkum.56 Reyndar er dagsetning Tosefta umdeild og sumir dagsetja ritið
á fimmtu eða sjöttu öld.57 Bæði þessi rit geyma halakha efni en haggadah
efni (samanstendur af frásöguformi) er áberandi í síðara ritinu. Túlkanir á
Mishna eru varðveittar í tveimur útgáfum af Gemara hefðinni: Jerúsalem
Talmút og Babýlóníu Talmút. Ymis önnur rit geyma meintar munnlega
varðveittar hefðir rabbínanna.58 Þá varðveita rit Skugga Klemensar heimildir
og þau sjálf margvíslegar tilvísanir til lagaefnis af sama toga. Perlan í
boðun Péturs (varðveitt í verkum Klemensar frá Alexandríu; 150-215 e.
aðeins einstaka tilvísanir í hugmyndir þeirra í bréfum Páls postula og Postulasögunni. Hugsanlega
er þó Jakobsbréfið einmitt varðveitt rit eftir að minnsta kosti þann síðast nefnda, sjá um þessa
hreyfmgu Mack, Making ofthe Christian Myth, s. 67-70; sbr. og Huub van de Sandt og Jiirgen
K. Zangenberg ritstj., Matthew, Jatnes, and Didache: Three Related Documents in Their Jewish atid
Christian Settings 2008, s. hvarvetna (greinar eftir marga höfunda um þessi þrjú rit).
52 Sjá t.d., David C. Sim, The Gospel of Matthew atid Christian Judaism: The History and Social
Setting of the Matthean Community 1998, s. 109-163; Huub van de Sandt og Júrgen K.
Zangenberg ritstj., Matthew, James, and Didache.
53 Sjá t.d., James A. Sanders, Jewisb Law from Jesus to Mishnah: Five Studies 1990; 1975; Jerry L.
Sumney, „Paul and the Christ-Believing Jews Whom He Opposes" 2007, s. 57-80; Apollos í
Alexandríu er dæmi um andstæðing Páls postula enda þótt lítið sé um hann vitað, sjá Patrick J.
Hartin, Apollos: Paul's Partner or Rival? 2009.
54 Huub van de Sandt og Júrgen K. Zangenberg ritstj., Matthew, James, atid Didache.
55 Sjá t.d., Oskar Skarsaune, In the Shadow of he Temple: Jewish Influences on Early Christianity
2002, s. 209-224.
56 Sjá lista Safrai í neðanmálsgrein 35 hér að ofan.
57 Sigal telur Tosefia varðveita elsta halakhah efnið, Halakhah, s. 33, n. 1; Abraham Goldberg, „The
Mishna - A Study Book of Halakha“ 1987, s. 211-262 og „The Tosefta - Companion to the
Mishna“ 1987, s. 283-302.
58 Sjá t.d., Abraham Goldberg, „The Palestinian Talmud“ 1987, s. 303-322 og „The Babylonian
Talmud“ 1987, s. 323-366; M.B. Lerner, „The External Tractates“ 1987, s. 367-403; Zeev Safrai,
„Post-Talmudic Halkhaic Literature in the Land of Israel“ 1987, s. 404-409; sbr. Jacob Neusner,
Major Trends in Formative Judaism: Texts, Contents, and Contexts 1984.
60