Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 63

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 63
Kr.) heyrir hér til.59 Brot úr Hebreaguðspjallinu, Nasóreaguðspjallinu og Ebjónítaguðspjallinu eru varðveitt í verkum kirkjufeðra.60 Þá er í verkum margra kirkjufeðra frá annarri og fram á fimmtu öld að fmna efni af þessum toga.61 Umfjöllun kirkjufeðranna er oftar en ekki neikvæð um hinar gyðing-kristnu áherslur, rétt eins og heimildir tileinkaðar Páli postula, en engu að síður mikilvægar heimildir um þetta efni, lagahefðir í frumkristni. Endurminningar Hegesippusar (Hegesippus 110-180 e. Kr.), en brot af þeim eru varðveitt í verkum Evsebíusar frá Sesareru (263-339 e. Kr.), og Didascalia apostolorum eða Kenning postulanna frá þriðju öld eru dæmi af þessum toga.62 Það er sameiginlegt með þessum ritum að þau leggja lögmálið með einum eða öðrum hætti til grundvallar sínum skilgreiningum hvort heldur á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Nokkuð öruggar heimildir frá þessu tímabili: Ýmis rit Nýja testamentisins og apókrýfra bóka þess; Mishna-, Tosefta; ýmis önnur rit Gyðinga, Gyðing- kristin rit: m.a. Rit Skugga Klemensar. Brot í verkum kirkjufeðra. Sjá frekar Viðauka hér að neðan. Lagatúlkun Hugmyndir um munnlegar geymdir og meinta varðveislu þeirra í langan tíma áður en þær væru ritaðar niður eiga sér rætur í þjóðfræðirannsóknum og formrýni nítjándu aldar og upphafi tuttugustu aldar. Augljóslega eru þó aðeins ritaðar heimildir varðveittar frá þessum tíma. Sérfræðinga greinir á um hvort unnt sé að greina í þessum heimildum einhver þau sérkenni sem bendi til þess að þær hafi upprunalega verið varðveittar munnlega eða hafi fyrst orðið til þegar þær voru skráðar enda þótt ekkert útiloki að þær geti ekki geymt fornar hefðir eða stef. Hvað sem því líður þá er ljóst að elstu tilraunir til túlkunar á eldri heimildum og hefðum í samhengi Gamla testamentisins eru löngu orðnar hluti af hinni rituðu hefð. Þær eru þannig viðbætur við eldri texta sem hefir upphaflega verið bætt við sem nokkurs konar athugasemdum eða glósum á spássíu. Sú túlkunaraðferð er þekkt frá 59 Um helstu heimildir úr ritum Skugga-Klemensar sjá F. Stanely Jones, „The Pseudo-Clementines" 2007, 285-304. 60 Sjá t.d., A. F. J. Klijn, Jewish-Christian Gospel Tradition 1992, s. hvarvetna. 61 Sjá t.d., A. F. J. Klijn, Patristic Evidence for Jewish-Christian Sects 1973, s. hvarvetna; sbr. einnig, Matt Jackson-McCabe ritst)., Jewish Christianity Reconsidered: Rethinking Ancient Groups and Texts 2007 (greinasafn eftir ýmsa sérfræðinga). 62 Sjá t.d., Alan F. Segal, „Jewish Christianity" 1992, s. 326; 337. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.