Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 69
mælskufræðings eða skrifara fremur en í opinberun að handan sem sett er
í samband við atburði af sögulegum toga?83
Viðauki
Helstu heimildir um lagaefni gyðingdóms og kristindóms
Tímabilið: 530-300 f. Kr.: (ftarlegt en ekki tæmandi yfirlit um efni í Mósebókum
og spámnnaritum og fleiri ritum Gamla testamentisins er að finna í Safrai,
Literature ofthe Sages, s. 443-448):
1. Efni í Mósebókum 1-5 á hebresku/grísku
2. Efni í Jesaja, Jeremía, Haggaí, Hósea (o.fl. spámannaritum og ritum Gamla
testamentisins)?
Tímabilið: 300 f. Kr. - 70 e. Kr.: (ítarlegt en ekki tæmandi yfirlit um efni þessa
flokks er að finna í Safrai, Literature ofthe Sages, s. 448—450, 451 (targumim)):
3. Efni í Septúagintu
4. Efini í Fimmbókarriti Samverja
5. Efini í Dauðahafsritunum
6. Efni í Sdlmum Salómons
7. Efni í Bók fagnendanna (e. Jubilees) og fleiri apókrýfum verkum
8. Efni í verkum Fílons frá Alexandríu
9. Efni í verkum Jósefusar sagnaritara
10. Efni í Targumim
11. Áletranir frá ýmsum stöðum
Tímabilið: 70-500+ e. Kr.:
Heimildir úr gyðingdómi: (Itarlegt en ekki tæmandi yfirlit yfir þessi verk og
einstaka hluta stærri verka er að finna í Safrai, Literature ofthe Sages, s. 451-464)
12. Framlag ýmissa rabbína (m.a. efni firá Hillel, Shammai, Gamaliel I og II,
Ishmael, sérstaklega varðveitt í liðum 13—17)
83 Þessi grein er hluti af rannsóknarverkefninu, „Frá Esra til Mishna: Munnlegar og ritaðar
lagahefðir í gyðingdómi og Nýja testamentinu. Höfundur hefir áður birt greinina, „Lögmál
og Lógós: Ritúal í andstöðu við hinn fórnfærða messías" 2006, s. 131-154 sem inngangshluta
að þessu verkefni. Þá hefir Haraldur Hreinsson cand. theol., MTS, unnið kandídatsritgerð,
„Matteusarguðspjall í ljósi lagahefða síðgyðingdómsins“ 2009 sem hluta af verkefninu og Hulda
M. Waddell vinnur að kandídatsritgerð um lögmálshefðir (andstöðuna við þær) í bréfum Páls
postula, Helgi Guðnason, BA í guðfræði, vinnur að meistararitgerð um mælskufræði rabbínskra
hefða og sr. Sigurvin Jónsson vinnur að meistararitgerð um hugmyndafræði feðraveldisins í
verkum Skugga-Klemensar en allar eru þessar ritgerðir hluti af þessu verkefni.
67