Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 93

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 93
I umfjöllun sinni um viðhorf í nútímaguðfræði ítrekar Sigurbjörn mikil- vægi sögurýninnar fyrir kirkju og kristni. „Það er óumdeilt af öllum, að söguleg, óvilhöll, í fyllsta máta fræðileg biblíugagnrýni sé ekki aðeins réttmæt, ekki aðeins vísindaleg krafa og almenn menningarnauðsyn, heldur líka lífsnauðsyn fyrir kirkjuna.“75 Sigurbjörn tekur þar með undir megin- kröfu frjálslyndu guðfræðinnar. Hann bætir við að hver kynslóð mótist af tíðaranda sínum um efnistök og spurningar sem leitað er svara við. Þannig séu runnir upp nýir tímar sem kalla megi „post-liberal“, en ekki „post- critical“ og vitnar í C.H. Dodd (1884-1973).76 Að mati Sigurbjörns koma áherslur og niðurstöður frjálslyndu guðfræð- innar vel fram í riti Adolfs Harnacks, sem fyrr er getið, Das Wesen des Christentums. Markmið hans var að losa fagnaðarerindi Jesú við „umbúðir trúarlærdómanna, kirkjukenningarnar um guðdóm Krists og endurlausn mannsins fyrir friðþægingardauða hans á krossinum og upprisu hans“.77 Leitað var að kjarnanum, hinum sögulega og raunverulega Jesú sem boðaði „föðurinn og eilíft líf mannsálarinnar“.78 Rætur kenninga kirkjunnar um Krist er aftur á móti að finna í guðfræði Páls postula, segir Sigurbjörn, þess vegna var slagorðið „aftur fyrir Pál til Jesú sjálfs“ fram sett.79 Þessi skoðun hefur aftur á móti ekki haldið. Nýjustu rannsóknir sýna að einmitt krists- fræðin og frelsunarfræðin eru upprunalegasta efni texta Nýja testamentisins. Það má þegar finna hjá Jesú og í boðun hans. Munurinn á prédikun Jesú og Páls er ekki innihaldsleg. Sigurbjörn vísar máli sínu til stuðnings til rita Alberts Schweitzers (1875-1965), Charles Harolds Dodds, Rudolfs Otto (1869—1937), Pauls Althaus (1888-1966), Rudolfs Bultmanns (1884- 1976) og Karls Barths (1886-1968).80 Hann tekur undir sjónarmið Pauls Althaus sem segir: „Jesús talaði ekki eins og Harnack hélt fram, aðeins um Guð og mannsálina, heldur boðaði hann, að Guðsríki væri með sér komið, endalok heimsins, hin mikla úrslitastund.“81 Niðurstaðan er sú, að mati háskólafyrirlestrar, ritstj. Steingrímur Þorsteinsson, Reykjavík 1948, 298-310 (endurprentað í: Sigurbjörn Einarsson, Coram Deo, 235-245). 75 Sigurbjörn Einarsson, „Viðhorf í nútímaguðfræði", í: sami, Coram Deo, 46. 76 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 48. 77 Sigurbjörn Einarsson, „Nútímaviðhorf í guðfræði", 147. 78 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 148. 79 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 148. 80 Sigurbjörn Einarsson, „Nútímaviðhorf í guðfræði", 148-150; sami, „Viðhorf í nútímaguðfræði“, 52, 53, 59. 81 Sigurbjörn Einarsson, „Nútímaviðhorf í guðfræði", 150. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.