Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 97

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 97
guðfræðina sýnir Sigurbjörn að fulltrúar hennar geta ekki vísað til rann- sókna í biblíufræðum og lútherrannsóknum máli sínu til stuðnings. 4. Niðurstaða Friðrik J. Bergmann og Sigurbjörn Einarsson standa í fylkingarbrjósti nýrra guðfræðistefna í íslenskri guðfræðiumræðu. Báðum er sameiginlegt að leggja áherslu á vægi ritningarinnar og rétta túlkun hennar. Þeir eru sammála um að menn verði að beita aðferðum sögurýninnar og virða niðurstöður hennar. Þeir vísa báðir til Lúthers og guðfræði hans í málflutningi sínum og líta svo á að fylgja beri grundvallarsjónarmiðum siðbótarinnar. Þeim er báðum umhugað að rannsaka verk Lúthers, en byggja ekki einvörðungu á umfjöllunum um hann. Friðrik J. Bergmann leitast við í skrifum sínum að móta guðfræði fyrir „meðlætismanninn“. Hann grípur til þess sem tilheyrir sambandi fyrstu notkunar lögmálsins og fagnaðarerindisins. Mark hans er aðlögun kristindómsins að þörfum nútímans eins og m.a. Adolf von Harnack leitast við að gera í Das Wesen des Cbristentums. Sigurbjörn Einarsson leggur aftur á móti áherslu á samband annarrar notkunar lögmálsins og fagnaðarerindisins. Tilvistarstaða mannsins í firrtum heimi er í brennidepli, áherslan er á synd og endurlausn, efa og trú. Sigurbjörn reynir að miðla guðfræðilegum sjónarmiðum díalektísku guðfræðinnar og lútherrannsókna inn í íslenskar aðstæður sem mótuðust af framfaratrú og sterkum almennum áhrifum frjálslyndu guðfræðinnar á íslenska trúarvitund. Áhrif frjálslyndu guðfræðinnar hafa hins vegar haldist fram á þennan dag vegna tiltölulega stöðugs hagvaxtar nær alla 20. öldina. Guðfræði sem talaði inn í aðstæður stríðshrjáðrar Evrópu hafði því lítinn hljómgrunn á íslandi. f guðfræðilegri umræðu á íslandi nú um stundir má sjá áberandi aftur- hvarf til frjálslyndu guðfræðinnar. Enn sem fyrr er stuðst við Lúther og guðfræði hans, en athygli vekur að það sem greinir umræðuna nú frá fyrri tímabilum er að ekki er lengur lögð jafnmikil áhersla á biblíufræði og ritskýringu og gert var í upphafi 20. aldarinnar. Að vissu leyti virðist Biblían gleymd. Spurning er hvort það endurmat, sem nú virðist standa yfir, leiði til þess að vægi ritningarinnar aukist að nýju. Útdráttur Þegar íslensk guðfræðisaga er skoðuð koma í ljós að tvö mikilvæg tímabil uppgjörs við fyrri guðfræði. Fyrra tímabilið var um aldamótin 1900 þegar frjálslynda guðfræðin 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.