Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 101

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 101
um kynlíf heldur ofbeldi. Með því að undirstrika þennan greinarmun, má svipta hulunni af kynferðislegu ofbeldi, að hennar mati. Að lokum áréttar Fortune að mjög hafi skort á að guðfræðin og siðfræðin hafi axlað ábyrgð og tekið kynferðislegt ofbeldi til gagnrýnnar umræðu í þágu kirkjunnar og alls starfs hennar. Guðfræðin og siðfræðin hafi þar með brugðist kirkjunni með því að benda ekki á hið augljósa: Að kynferðislegt ofbeldi sé synd.8 Með því að leita ekki réttlætis fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og krefja gerendur þess ekki um iðrun, yfirbót og ábyrgð hafi guðfræðin stutt kirkjuna í því að ganga firam hjá hinum særða við vegkantinn, rétt eins og segir í frásögu Lúkasar guðspjallamanns af prestinum og Levítanum (Lúk. 10.25-37). Niðurstaða Fortune er að kirkjunni beri að fylgja orðum Jesú og gerast hinn miskunnsami Samverji sem staldri við og verji kröftum sínum til þess að hjálpa þeim sem ráðist hefur verið á. Kirkjunni ber að standa vörð um fórnarlambið og leita réttlætis fyrir það.9 Rúmlega tuttugu árum síðar, í nýrri og endurbættri bók frá árinu 2005, Sexual Violence. The Sin Revisited10 tekur Fortune upp þráðinn að nýju og segir tíma til kominn að endurskoða og endurmeta stöðu þessa málaflokks innan kristinna kirkna og bæta við þeirri reynslu sem hún hafi öðlast eftir áratuga starf á sviðinu. Við lestur á báðum þessum bókum Fortune leika hugtökin réttUti og synd lykilhlutverk. Markmið þessarar greinar er varpa skýrara ljósi á merkingu þessara hugtaka hjá Fortune í tengslum við kynferðislegt ofbeldi. I því augnamiði verður spurt eftirfarandi spurninga: Hvað merkir það guðfræðilega og siðfræðilega að kynferðislegt ofbeldi sé synd? Hvað felst í ábyrgum og réttlátum viðbrögðum samfélags og kirkju við kynferðislegu ofbeldi? Og að lokum, er fyrirgefning nauðsynlegur þáttur í bata þolenda kynferðislegs ofbeldis? Það er von höfundar þessarar greinar að guðfræðilegt og siðfræðilegt framlag Fortune um þetta efini geti nýst í íslensku samhengi þar sem unnið er að því um þessar mundir að efla og bæta viðbrögð íslensku þjóðkirkjunnar við kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er synd! Líklega er hinn siðfræðilegi orðaforði og hugtakaheimur sá sem flestir þekkja og tengja kynferðislegu ofbeldi. Orð eins og rétt og rangt, gott og illt eru þar trúlega algengust. En hver er aðkoma guðfræðinnar að kynferðislegu 8 Fortune, Marie M. 1983. Sexual Violence, bls.xi-xiv. 9 Þetta er í hnotskurn meginþema og kenning beggja bóka Marie Fortune um kynferðislegt ofbeldi. 10 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence. The Sin Revisited. Cleveland, Ohio, The Pilgrim Press. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.