Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 111
bataferlinu. Mikilvægt sé að staðna ekki þar. Ef reiðin verði sá lífskraftur
sem reki þolandann áfram sé ekki mikil von um bata. Fortune varar presta
við að flýta þessu stigi með því að bjóða upp á flýtiþjónustu. Það muni
aldrei borga sig, þetta stig verði að fá að hafa sinn gang svo hægt sé að
flytja sig yfir á það næsta.34
Vernd hinna veiku
Um þetta atriði er Fortune fáorð. Það sem hér um ræðir er ábyrgð
samfélagsins til verndar þeim sem gætu verið í hættu gagnvart gerendum
kynferðisofbeldisins. Slík vernd, segir Fortune á að vera á ábyrgð samfélagsins
alls. Skaðleysisreglan, sem er ein mikilvægasta siðfræðiregla okkar menn-
ingar, er hér leiðarljósið: Allt sem í mannlegu valdi stendur, segir hún,
verður að gera til þess að þekktur gerandi valdi ekki skaða á nýjan leik.
Ef gerandi er fagmanneskja, t.d.. læknir, kennari eða prestur, áréttar hún,
verður viðkomandi fagumhverfi að sjá til þess að viðkomandi sé færður úr
starfi á meðan að rannsókn stendur yfir. Ef um misnotkun á barni sé að ræða
eigi að takmarka forsjá foreldris tímabundið, ef foreldri liggi undir grun. Ef
gerandi óski þess að snúa aftur til starfa, eftir að hafa afplánað refsingu, geti
söfnuðurinn, ef um presta eða starfsmann safnaðar er að ræða, takmarkað
starf hans svo að hann sé aldrei í þeirri stöðu aftur að geta misbeitt valdi
sínu gagnvart þeim sem ekki geti varið sig.35
Ábyrgð geranda
Hér erum við komin að algeru grundvallaratriði í umfjöllun Fortune sem
hún segir jafnframt að sé hvað erfiðast að fylgja.36 Við höfum áður séð að
Fortune byggir siðfræði sína á heimspekingnum Immanuel Kant og í anda
hans talar hún um að það sé af virðingu við mennsku geranda að nauðsyn-
legt sé að kalla hann til ábyrgðar. Sem kristið fólk sýnum við umhyggju fyrir
gerandanum með því að kalla hann til ábyrgðar, skrifar hún. Kristin hefð,
sem byggist á hinni gyðinglegu hefð, hafi ramma fyrir þetta ferli: mat/dóm,
ákall um iðrun, játningu, yfirbót, iðrun og möguleika á fyrirgefningu og að
34 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 151—155.
35 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.155.
36 Fiér vil ég benda á grein eftir undirritaða sem birtist í 2.hefti Ritraðar Guðfraðistofnunar 2010
(31) um gerendur kynferðislegs ofbeldis. Greinin heitir „Kirkjan og kynferðisofbeldi. Gerendur
kynferðislegs ofbeldis - frá guðfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni". bls.144-161.
109
L