Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 112

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 112
lokum fyrirgefningu. Við höfum þetta allt í trúarkenningu okkar, staðhæfir hún, samt veigrum við okkur við því að fara eftir því.37 Akall um ábyrgð geranda felur í sér að tvö mikilvæg skref réttlætis- og bataferilsins hafa verið stigin, að mati Fortune, annars vegar, samstaðan með þolandanum og hins vegar, að þora að mæta gerandanum, nefna syndina og afleiðingar hins brotna sambands við samfélagið sem er afleiðing gerða hans. Með því að kalla eftir ábyrgð geranda, heldur hún áfram, er honum gert kleift að breytast og lagfæra það sem hann hefur brotið með gerðum sínum. Þetta segir hún vera kjarna sannrar iðrunar og það andsvar sem þolendur óski eftir. Sérhvert fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis óski eftir að fá að heyra þessi orð: „Já, ég misnotaði þig sem barn, það var mér að kenna, ekki þér“; „Ég ber ábyrgð á því sem ég gerði þér þá“; „Þú mátt ekki ásaka þig fyrir það, það er mín sök“; „Er einhver leið til þess að ég geti bætt fyrir brot mín“; „Mér þykir svo leitt að ég skuli hafa gert þér svo illt“. Slík andsvör, segir Fortune, hafa ótrúlegan lækningarmátt vegna þess að þau tjá viðurkenningu og staðfestingu á því sem gerðist og hver beri ábyrgð á því.38 Játning og iðrun sem eru næstu stef hjá Fortune heyra einnig undir ábyrgð geranda. Að hennar mati eru þau lang mikilvægustu trúarlegu atriðin. Reynslan sýni nefnilega að kynferðisafbrotamenn hafi þörf fyrir að játa brot sín og fá fyrirgefningu og þeir leiti gjarnan til presta í þeim tilgangi. Allt of oft, segir Fortune, býður presturinn þeim ódýra fyrirgefningu. Iðrun þeirra er oft sönn, eftirsjáin raunveruleg og löngunin eftir fyrirgefningu mikil. En flestir vilji að þetta gangi fljótt fyrir sig. Nokkur orð frá prestinum, bæn og þá er allt gott aftur. Sjaldan eða aldrei nái þessi „meðferð“ þó að stöðva kynferðisafbrotamann. Játning sé vissulega nauðsynleg en alls ekki fullnægjandi. Hún sé aðeins fyrsta skrefið á vegi iðrunar. Fortune vitnar beint í Dietrich Bonhoeffer sem skrifaði: „maður sem játar syndir sínar í návist bróður síns veit að hann er ekki lengur einn með sjálfum sér. Hann upplifir návist Guðs gegnum raunverulega nálægð annarar persónu.“39 Þannig, segir Fortune, megnar játning oft að tengja geranda við návist Guðs sem síðan getur gefið honum kraft til að iðrast. Iðrun gangi mun lengra en játning, afsökunarbeiðni og góðar fyrirætlanir. Iðrun merki að snúa við, að breyta hegðun sinni, að halda ekki áfram misgjörðum sínum. Oftast sé þörf á langri og strangri meðferð fyrir gerandann. Prestar skyldu 37 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.156. 38 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.156. 39 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.157.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.