Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 118

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 118
merkingu. Það snertir hið persónulega svið jafnt sem hið samfélagslega og snýst í raun um öll mannlegt tengsl. Syndin felur í sér bæði rof á trausti manneskjunnar til umhverfisins og rán á siðferðilegu valdi yfir eigin lífi og velferð. Þolendur kynferðislegs ofbeldis eru oft og tíðum rændir möguleikum til að lifa og taka þátt í samfélaginu á siðferðilegan og virkan hátt. Ofbeldið lamar hæfileika þeirra til að stjórna eigin lífi og taka siðferðilega ábyrgð á því. Það er við þessum afleiðingum kynferðis- legs ofbeldis sem samfélagið allt - þar á meðal kirkjan — þarf að bregðast. I sálgæslu kirkjunnar þarf réttlæti að vera í brennidepli allrar vinnu með þolendur kynferðislegt ofbeldis, það er réttlæti eins og þolendur þess skilja það. Fortune fjallar um sjö mismunandi atriði sem tengjast þessari réttlætisvinnu sem miðar að bata þess einstaklings sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mikilvægi þess að þolandinn fái að segja sögu sína og fái viðurkenningu á verknaðinum eru þar fyrst á dagskrá. Síðan koma samúð, nauðsyn þess að vernda hina veiku gegn áframhaldandi ofbeldi geranda, ábyrgð geranda, miskabætur og uppreisn æru. Ekki er mögulegt að raða þessum atriðum eftir mikilvægi: Öll leika þau mikilvægt hlutverk á bataferlinu hvert á sinn hátt. Mjög mikilvæg spurning er hvernig bati þolanda tengist því að hann eða hún fyrirgefi geranda. Guðfræðilega og siðfræðilega er þetta mikil glíma og niðurstaða Fortune er að aldrei megi knýja á um að þolandi kynferðislegs ofbeldis fyrirgefi geranda heldur sé fyrirgefning einungis mögulegt en ekki nauðsynlegt skilyrði bata. Útdráttur í þessari grein er sjónum beint að guðfræðilegu og siðfræðilegu framlagi einnar virtustu fagmanneskju á svið fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegr ofbeldi í trúarlegu samhengi, dr. Marie M. Fortune. Fortune er gagnrýnin á guðfræðinga og kirkjuna og heldur því fram að þessir aðilar hafi allt of lengi skorast undan ábyrgð með því að vanrækja þennan málaflokk og þar með hafi þeir fetað í fótspor Levítans og prestsins í frásögu Lúkasarguðspjalls (Lúk 10.25-37) í stað þess að fylgja Jesú sem hvatti til þess að fylgja fordæmi miskunnsama Samverjans. Greinin fjallar um hvað felst í því fýrir kirkjuna að gerast hinn miskunnsami Samverji gagnvart þolendum kynferðislegs ofbeldis. English summary The article focuses on the theological and ethical contribution of the author of the groundbreaking books Sexual Violence: The Unmentionable Sin from 1983 and Sexual Violence. The Sin Revisited 2005, Marie M. Fortune. Fortune challenges
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.