Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 120
Gunnar Kristjánsson:
Sigríður Guðmarsdóttir (2007)
„Horfit í hyldýpið“
- The Abyss of God: Flesh, Love and Language
in Paul Tillich
Doktorsritgerðin var lögð fram við Drew háskóla í Bandaríkjunum
Inngangur
Djúpið er þekkt tákn í ritum Biblíunnar. Einnig í kristinni guðfræði, þar
sem nafn þýsk-bandaríska guðfræðingsins Paul Tillichs (1886-1965) kemur
fyrst upp í hugann. Orætt hyldýpið er við hvert fótmál í tilvist mannsins,
hvort tveggja í senn: eyðandi og skapandi, ógnvekjandi um leið og það laðar
til sín. I doktorsritgerð sinni The Abyss ofGod: Flesh, Love and Language in
Paul Tillich (eða Hyldýpi Guðs: hold, ást og málfar í verkum Paul Tillichs)
leggur Sigríður Guðmarsdóttir til atlögu við þetta spennandi hugtak.
Eins og titill verksins bendir til snýst það ekki aðeins um könnun á
hugtakinu hyldýpi Guðs (abyss of God) í guðfræði Tillichs heldur er einnig
kannað ítarlega hvernig þetta hugtak, sem við fyrstu sýn virðist vera nánast
eingöngu huglægs eðlis, snertir líkama mannsins, ástina og tungumálið. Til
þess að skoða hugtakið hyldýpi Guðs í slíku samhengi gerir höfundurinn
ítarlegan samanburð við rannsóknir kvenna, helst kvennaguðfræðinga í
nútímanum en horfir einnig í átt til dulhyggjukvenna miðalda. Þessum
þáttum gerir höfundur greinargóð skil.
Prédikuninn The Shaking of the Foundations, ein þekktasta prédikun
eftir Paul Tillich, kemur oft fyrir í ritgerðinni. Hún birtist í samnefndu
prédikanasafni árið 1948. Textinn er úr 24. kafla Jesajaritsins, v. 18: „...
grunnur jarðar mun skjálfa“ (þýð. 1981: „... og grundvöllur jarðarinnar
skelfur“). Prédikunin byggist á eigin trúarupplifun Tillichs þar sem hann
orðar hrun viðtekinna trúarhugmynda í hinum vestræna heimi í kjölfar
síðari heimsstyrjaldarinnar. Hér var um að ræða hrun merkingarbærrar trúar
sem hristi jafnframt undirstöður menningarinnar, það er ekki aðeins trúar-
118