Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 126

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 126
Höfundur bendir á að Tillich hafi flutt prédikun um Jakobsglímuna í Fyrstu Mósebók árið 1909 og reynt að sýna fram á að Guð mæti manninum sem hulinn og afhjúpaður, í glímunni við hann birtist Guð Jakobi, eftir að hann hafði glímt næturlangt við engilinn meðtók hann blessun engilsins og kallaði glímustaðinn Peníel sem merkir „auglit Guðs“. í prédikuninni segir Tillich: Kæru vinir, þekkkjum við ekki einnig staði þar sem við höfum „séð Guð augliti til auglids og sál okkar hefur læknast“? Sé ekki svo gætu þessir staðir og ættu einmitt að verða ykkar Peníel... „Hjarta vort er órótt uns það hvílist í þér.“ Óeirðin, friðleysið, er fyrsta einkenni um sjúkleika sálarinnar. Sjáið allt fólkið sem glatar friði sínum í daglegu lífi. Það er óttinn við morgun- daginn sem truflar hjartað og veldur djúpum áhyggjum. Óttinn vegna framtíðarinnar, atvinnunnar, fjölskyldunnar, afkomunnar. Hvar er friður? Peníel er fyrir Tillich tákn um heilaga umhyggju sem er engu að síður þrungin vitund um heilaga návist þar sem lífi mannsins er borgið. Hér eru þemu tilvistarstefnunnar sem síðar kom fram á sjónarsviðið. Peníel er staðurinn þar sem maðurinn heyr sína innri baráttu. Markmið Tillichs er að sýna fram á að barátta mannsins við það sem skiptir hann óendanlega miklu máli (ultimate concern) verði aldrei umflúin, sá sem leitar skjóls í því sem skiptir ekki óendanlega miklu máli heldur í forgengilegum, tímabundnum hlutum, er að flýja „engil Guðs“. Hann verður með öðrum orðum að standa frammi fýrir hyldýpinu þar sem Guð birtist fyrst sem hinn huldi Guð. Firringin afhjúpar ekki aðeins fjarlægð mannsins frá Guði heldur einnig þrá hans til Guðs. Fjórði hluti: Logandi eldur „Logandi eldur“ heitir fjórði hlutinn og hefst með umfjöllun um plat- ónska viskuhugtakið khora, sem Júlíu Kristevu er hugleikið, einnig er ítarleg umfjöllun um viskuna: viskuhyldýpið, móðir og mey, sömuleiðis er fjallað um viskuástina að platónskum skilningi. Hér er fengist við fræði- legar hliðar á hyldýpi Tillichs sem er að verulegu leyti ættað firá Schelling og Böhme en hin platónska viska, khora, kemur einnig við sögu. Fyrir þeim Schelling og Böhme var ólgandi hyldýpið (Ungrund) meginhugtak. Þar sáu þeir þrá hyldýpisins til þess að fæðast, verða að veruleika, hér skynjuðu þeir þrá guðdómsins til þess að skapa heiminn með visku sinni. I ritum Tillichs er að finna greinilegar hugmyndir sem eiga sér rætur í þessum hugarheimi: heimurinn er til orðinn vegna viskunnar, þeim 124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.