Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 145

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 145
sömu spurninga og leitar að svörum og lausnum í samræmi við gáfur sínar og skaplyndi. Og drengurinn Hallgrímur er enginn engill heldur. Hann er oft skapillur og getur verið langrækinn. Heimanfylgja skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn nefnist „Drengurinn í GröP og lýsir bernsku Hallgríms. I Gröf átti Hallgrímur heimili þar til hann var átta ára að hann flutti með föður sínum heim að Hólum. Astæða þess að Pétur fluttist frá Gröf til Hóla og gerðist hringjari þar er ekki kunn en Steinunn gefur sér að það tengist arfsmálum. I Gröf hafði Pétur búið ásamt konu sinni og börnum í skjóli foreldra sinna en við fráfall föður hans, Guðmundar Hallgrímssonar, föðurbróður Guðbrands biskups, sem líka var eigandi jarðarinnar í Gröf, tók bróðir Péturs, Hallgrímur frá Enni, við búsforráðum í Gröf en Guðbrandur útvegaði frænda sínum Pétri stöðu hringjara á Hólum. Heimildum ber saman um að Pétur hafi verið lítt hneigður til búskapar og því hafi Guðbrandi litist betur á að byggja bróður hans Hallgrími Gröf. Við flutninginn til Hóla varð Hallgrímur áhorfandi að margvíslegum viðburðum sem settu mark sitt á öldina og tók sumpart þátt í sumum þeirra. Frá því greinir síðari hluti sögunnar sem nefnist Hólastrákur. Sá hluti skiptist í tvo kafla og heitir sá fyrri „Undir vængbroddum Guðbrands“. Lýsingarnar á Hólastað eru mjög lifandi og styðjast bæði við skriflegar heimildir og fornleifa- rannsóknir þær er hófust árið 2001. Prenthúsið hefur mest aðdráttarafl. Starfsemin sem þar fór fram var spennandi ungum dreng sem hafði mikinn áhuga á bókum og ekki spillti fyrir hlýjan þar inni en kakelofninn græni, sem fornleifarannsóknin hefur upplýst um, leikur mikið hlutverk í lífi Hallgríms. Lífið á Hólum breyttist við það að Guðbrandur fékk slag og lagðist í kör árið 1624. Þá tók við búsforráðum dóttir Guðbrands, Halldóra og síðari kaflinn um Hólastrákinn nefnist „Hjá Halldóru Hólafrú.“ Þar er mjög skemmtileg lýsing á Halldóru, ekki síst af viðskiptum hennar við mág sinn Ara Magnússon sýslumann í Ogri, sem henni tókst að gera útlægan af staðnum. Frásagan af fárviðrinu þegar dómkirkjan á Hólum fauk er mjög lifandi og vel lýst frá sjónarhorni ungs drengs. Hallgrímur er látinn taka þátt í að bjarga gripum og viðum kirkjunnar og lýsingin af aðdráttum til kirkjubyggingarinnar og kirkjubyggingunni sjálfri, sem Hallgrímur tók líka þátt í, er mjög heillandi. I lok sögunnar er Hallgrímur orðinn skólastrákur á Hólum og baksar við latínulærdóminn. Kirkjubyggingunni er lokið og útför Guðbrands fer fram frá nývígðri Halldórukirkju 1627. Heimildir um 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.