Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 88

Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 88
78 Orð og tunga Sem heiti á klemmitöngum hefir klömbrur lengst af verið fleirtölu- orð síðustu aldirnar, eins og fram hefir komið, en þegar kemur fram á 20. öld, sjást dæmi um að slíkt áhald sé nefnt klambra. Orðið hefir þá getað fengið tölubeygingu í þeirri merkingu, en varla hefir verið mikið um það. 4.2 Merkingar og notkun Ef allt er talið, má greina fjórar merkingar í orðinu klambra: 'lítill ísjaki', 'klípa', 'klemmitöng' og 'hleðsluhnaus'.30 Eflaust má rekja þær allar til sömu rótar. Aðalmerkingin er 'hleðsluhnaus', og er hún þó einna síðast til komin. Um sumar hinna eru aðeins örfá dæmi, jafnvel hæpin, en nauðsynlegt er að gera þeim nokkur skil. 4.2.1 Merkingin 'ísjaki' Björn Halldórsson samdi orðabók sína að mestu á árunum 1770-1785 og þýddi flettiorðið klambra með 'frustum glaciei' án frekari skýringa eða dæma. Þegar mágur hans, Jón Ólafsson Svefneyingur, var fengirtn til að fara yfir orðabókarhandritið með útgáfu í huga, var klambra eitt þeirra orða sem hann bað um nánari skýringu á; það var ekki betur þekkt en svo. Bjöm tók saman skýringar handa mági sínum 1791, en var þá orðinn sjóndapur og fékk annan mann til að skrifa þær fyrir sig. Um viðbrögð Jóns við svari sr. Björns er ekki vitað.31 í skýringunum segir Bjöm að klambra sé „lítill ísjaki" og tekur þetta notkunardæmi: „þad rekr ecki anad hia mier enn nockrar isklombr- ur". Dönsku þýðingunni, „et Isstykke", var bætt við síðar.32 Þarna gætir nokkurs misræmis, þar sem flettiorðið er klambra, en notkunardæmið er samsett orð, ísklömbrur, m.a.s. í fleirtölu. Það orð er kunnugt af yngri heimildum, eins og nefnt var hér á undan (sjá 3.2.1), og hefir verið skilið sem fleirtöluorð eins og önnur samsett orð 30Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:470-471) tekur upp nafnorðið klambra sem tvö orð. Hið fyrra telur hann að merki 'klaki, ísstykki', en hið síðara bæði 'klemmitöng' og 'hleðsluhnaus'. Bæði orðin merkir hann 17. öld, en ekki er ljóst hvað hann hefir haft fyrir sér í þeirri tímasetningu. 31Jón Helgason gaf þessar skýringar út 1967, en þær voru ekki birtar í orðabók Björns 1814, heldur í annarri útgáfu 1992. Sjá Jón Helgason 1967:101-160 og útgáfu Jóns Aðalsteins Jónssonar 1992:xv-xvi; sbr. AM 422fol, bls. 537. 32Hér er farið eftir útgáfu Jón Aðalsteins Jónssonar á orðabók Björns 1992:269.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.