Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 124

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK 124 fyrir Stráka gengu þeir inn að Heljartröð. Yfir Herkonugilið taldi Sigurður Jakobsson best að fara upp við klettana, efst í gilinu, til að forðast snjóflóð. Frá Herkonugili að Dalabæ eru uppgrónar skriður og frá Dalabæ að Máná votlendi. Þeim félögum sýndist best að fara með veginn um Mánárskriður, en reiðvegurinn frá Úlfsdalabæjunum lá ekki um Mánárskriður, heldur var farið upp fjallshlíðina vestan í Mánárdalnum og fyrir Mánárhyrnuna, en þeim félögum þótti ekki ráðlegt að fara með veginn í svo mikla hæð yfir sjávarmál. Sigurður Jakobsson taldi leiðina snjólétta nema helst á Hraunadal. Lítið var um ofaníburð, nema í hól skammt frá Máná. Niðurstaða þeirra félaganna var að leið þessi væri svipuð hvað varðaði kostnað við vegagerðina að frádregnum Strákum, Landsendagjá, Herkonugili og Mánárskriðum, sem væru erfiðir og dýrir kaflar. Í lok skýrslunnar er kostn- aðaráætlun upp á kr. 10.000.000.19 Í október 1955 skilaði Snæbjörn áætlun um veg frá Hóli í Siglufirði, að 3.500 metra löngum jarðgöngum gegnum fjallið í átt að Illugastöðum í Fljótum. Leiðin var valin þannig að vegurinn lægi upp í 200 metra hæð beggja vegna fjallsins og göngin færu í gegn, þar sem styst væri gegnum fjallið. Ekki þótti fært að fara með opinn veg hærra en í 200 metra yfir sjávarmál. Samkvæmt þessari áætlun var vegurinn frá Hóli að göngunum 3.500 metrar, göngin 3.500 metrar og vegur niður að Illugastöðum 4.000 metrar. Samtals 11.000 metrar. Þessa framkvæmd mat Snæbjörn á kr. 27.000.000.20 Á þessum tveimur leiðum munaði kr. 17.000.000 sem þótti alltof mikið og því eina leiðin að fara út með sjónum þó vegur þar væri mjög dýr. Þróunin varð svo sú að heppilegra væri að gera göng gegnum Strákafjall heldur en að fara fyrir enda þess. Strákavegur valinn og bygging hans hafin EINS OG ÁÐUR er að vikið er Siglu- fjarðarskarð snjóþungt og var yfirleitt ekki opið nema þrjá til fjóra mánuði á ári, lokaðist að auki stundum í sumarhretum. Siglfirðingum var ljóst að samgöngur inn í Fljót árið um kring myndu auka viðskipti og iðnað á Siglufirði. Allt byggingarefni, þ.e. möl og sand, þurfti að sækja til Haganes- víkur en vegurinn um Skarðið erfiður þunghlöðnum vörubílum. Menn ræddu því áfram bættar samgöngur við Siglu- fjörð og umræður fóru fram um Stráka- veg á Alþingi svo og gerð ganga úr botni Siglufjarðar til Fljóta. Frá þeirri leið var horfið og hafin bygging Strákavegar sumarið 1956. Veturinn áður hafði Al- þingi veitt fyrsta fjárframlagið til rann- sókna og undirbúnings. Forystu um málið hafði Einar Ingimundarson þing- maður Siglfirðinga.21 Grein eftir Einar er að finna í Morgun- blaðinu sunnudaginn 9. desember 1962 þar sem hann fjallar nokkuð um Stráka- veg og rifjar upp söguna, sem áður hefur verið að vikið hér að framan, og segir: „Á Alþingi 1953–1954 fluttum við Gunnar Jóhannsson, landskjörinn þingmaður, og þingmenn Skagfirðinga, sem þá voru Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson, tillögu til þingsályktunar um athugun á nýju vegarstæði milli Siglufjarðar og Skagafjarðar, með það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.