Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 5
4
líforkuna og safna henni saman. Gestir sýningarinnar gátu sest sjálfir inn
í kassann, reynt áhrif hans á sig og skrifað svo niður lýsingu á áhrifunum.
Takmark vísindarannsókna er að lýsa veruleika á raunsannan og áreið-
anlegan hátt. Meginviðfangsefni þessa heftis eru vísindaleg aðferðafræði,
orðræða og saga, og kröfur um hlutlægni, áreiðanleika og ábyrgð í aka-
demísku umhverfi sem hefur sífellt orðið meðvitaðra um takmarkanir og
hlutdrægni hefðbundinna vísindalegra aðferða – og jafnvel afstæði hlut-
lægs sannleika. Í bókinni Objectivity and Diversity. Another Logic of Scientific
Research (2015), en kafli úr henni birtist í íslenskri þýðingu Sigrúnar
Ástríðar Eiríksdóttur aftast í þessu Riti, segir femíníski vísindaheimspek-
ingurinn Sandra Harding að mismunun, ekki síst kynjamismunun, og
hlutdrægni hafi mótað lykilþætti vísindarannsókna: Val á því sem telst
áhugavert og mikilvægt rannsóknarefni á sviði vísinda og tækni og því sem
telst þýðingarmiklar hugmyndir og tilgátur; skipulag rannsókna; þau gögn
sem talin eru skipta máli og túlkun þeirra; og ályktanir sem dregnar eru
af gögnum og ákvarðanir um hverjum eru kynntar rannsóknaniðurstöð-
ur.3 Í greininni „Hlutdrægni í vísindum. Vanákvörðun, tilleiðsluáhætta
og tilurð vísindakenninga“ einbeitir Finnur Dellsén heimspekingur sér
að miklu leyti að fyrstu atriðunum sem Harding nefnir; vali og mati á
rannsóknarefnum, hugmyndum og tilgátum, en beinir sjónum að til-
urð vísindakenninga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hlutdrægni og
fordómar geti haft áhrif á niðurstöður vísindastarfs eftir þremur ólíkum
leiðum: Þau geti haft áhrif á rökstuðning vísindakenninga, eins og Helen
Longino hafi gert grein fyrir; á samþykkt þeirra og/eða miðlun þeirra til
almennings, eins og Heather Douglas hafi sýnt fram á; og á uppgötvun og
þróun vísindakenninga, eins og hann sjálfur færir rök fyrir í grein sinni.
Finnur styðst við femíníska gagnrýni vísindaheimspekinganna Helen
Longino og Heather Douglas á hefðbundna vísindalega aðferðafræði og
segir að þær varpi skýru ljósi á það hvernig hlutdrægni og fordómar geta
haft áhrif á niðurstöður vísindarannsókna. Sigríður Þorgeirsdóttir hefur
fjallað um hversu mikilvægan þátt femínískar greiningar hafi átt í gagn-
rýni „á einhliða hugmyndir um skynsemi og hlutlægni“ og að þær hafi
verið hluti „tilrauna til að setja fram raunsærri og auðugri hugmyndir
um hið vitsmunalega og um hlutlægni“; hluti tilrauna til að „hugsa og
greina þessi hugtök á forsendum margbreytilegri hugmynda um mann-
3 Sandra Harding, „Sterk hlutlægni fyrir grasrótarvísindi“, þýð. Sigrún Ástríður
Eiríksdóttir, Ritið 3/2016, bls. 145–178, hér bls. 150.
AUðUR AðALSTEiNSDÓTTiR