Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 6
5
VÍSiNDi, SANNLEiKUR OG AðFERðAFRæði
inn en hafa verið við lýði lengst af í sögu heimspekinnar“.4 Nefnir hún í
þessu sambandi skrif Söndru Harding, sem fjallar í áðurnefndum texta í
þessu Riti um svokölluð „sjónarhornsfræði“ (e. standpoint theory). Kaflinn
sem hér er þýddur heitir „Sterkari hlutlægni fyrir grasrótarvísindi“, en
eitt helsta framlag Harding til þeirra fræða er hugtakið „sterk hlutlægni“
(e. strong objectivity) sem hún notar til að leggja áherslu á mikilvægi sjón-
arhorns undirokaðra hópa til að tryggja áreiðanlegri og ábyrgari vísinda-
legar rannsóknir og sem mótvægi við ríkjandi hugmyndir innan vísinda um
gildishlutlausa hlutlægni. Sigríður Þorgeirsdóttir bendir á að Harding boði
hvorki afstæðishyggju um þekkingu né grafi undan möguleikanum á hlut-
lægni: „Viðleitni hennar miðar að því að víkka út viðmið hlutlægni með
því að taka fleiri viðmið inn en hefð er fyrir. Með því að kynna viðmið sem
hafa verið tengd konum eða öðrum menningar- eða minnihlutahópum
leggur hún lóð á vogarskálar meiri fjölhyggju um aðferðafræði vísinda.“5
Harding byggir ekki aðeins á femínískum fræðum og eftirlendufræðum
heldur einnig á gagnrýnihefð sem skapast hefur meðal vísindaheimspek-
inga, en hún vísar m.a. til skrifa Pauls Feyerabend og Thomasar Kuhn,
sem einnig var sagnfræðingur og eðlisfræðingur, í því efni. Nýlega kom út
þýðing Kristjáns Guðmundar Arngrímssonar á verkinu Vísindabyltingar6
(e. The Structure of Scientific Revolutions) frá 1962 og í greininni „Viðtök
og viðmið“ fjallar Stefán Snævarr heimspekingur um „vísindahugtakið í
speki Kuhns“ og gagnrýni hans á vísindasöguna. Samkvæmt Kuhn hafi
verið búin til fegruð mynd af stöðugri framþróun vísindanna sem nálgist
sannleikann hægt og bítandi, þrátt fyrir að fátt bendi til þess að vísindin
nálgist sannleikann stöðugt og erfitt sé að ákvarða hver sé hin eiginlega
merking orðasambanda á borð við „sannara en“ eða „nær sannleikanum“.
Stefán Snævarr segir Kuhn hafa rétt fyrir sér í því að „meira vit sé því
að gaumgæfa sögu vísindanna en meinta aðferð þeirra. En ekki með því
að gefa vísindaheimspeki upp á bátinn heldur með því að samtvinna vís-
indasögu og – heimspeki. Enda sé ekki hægt að greina sögulega lýsingu á
vísindum skarplega frá forskriftum fyrir góð vísindi.“ Í þriðju þemagrein
heftisins, „Í ljósi sögu og heimspeki. Tvær tegundir rannsókna á mann-
inum“, setur heimspekingurinn Eiríkur Smári Sigurðarson einmitt fram
4 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heim-
spekinnar“, Hugur 1/2009, bls. 14–29, hér bls. 19.
5 Sama heimild, bls. 19.
6 Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, þýð. Kristján Guðmundur Arngrímsson, Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2015.