Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 7
6
sögulega greiningu á því hvernig fræðigreinarnar sagnfræði og heimspeki
hafi, allt frá upphafi sínu á Vesturlöndum á 5. og 4. öld fyrir okkar tímatal,
„mótast hvor af annarri, bæði í andstöðu hvor við aðra en líka í tilraun-
um til að gera heimspekina sögulegri og söguna heimspekilegri“. Eiríkur
rekur það hvernig skilgreiningar og skilningur grísku hugtakanna historia
og filosofia hafi mótast í samspili þeirra ekki síður en í glímunni við við-
fangsefnin sem þau afmarka, með sérstakri áherslu á hvernig orðin voru
notuð gagnkvæmt til að skilgreina merkingu og áhrifasvæði hvors annars.
Umfjöllun um markmið, aðferðir og ábyrgð vísindarannsókna skýt-
ur óhjákvæmilega, og sem betur fer, reglulega upp kollinum og verður
því ekki skilið við hana með þessu þemahefti heldur örugglega komið að
henni aftur síðar. En segja má að tvær aðrar greinar myndi nokkurs konar
aukaþema Ritsins að þessu sinni; menningarminni er viðfangsefni Veru
Knútsdóttur bókmenntafræðings og irmu Erlingsdóttur, dósents í frönsk-
um samtímabókmenntum, í greiningum á tveimur ólíkum textum sem eru
einnig fjarlægir hvor öðrum í tíma og rúmi. Vera fjallar um bók Steinars
Braga, Reimleikar í Reykjavík frá 2013, út frá hugmyndum um menningar-
legt minni og borgarrými, en irma tekur fyrir franskt leikrit Hélène Cixous
um Sihanouk, konung Kambódíu, frá 1985, undir yfirskriftinni „Stjórnmál
minninga“. Leikritið L’Histoire terrible mais inachevee de Norodom Sihanouk,
roi du Cambodge fjallar um langvarandi stríðsrekstur, borgarastyrjöld og
þjóðarmorð í Kambódíu um miðbik 20. aldar og irma telur að líkja megi
sagnfræðilegri og skáldlegri skráningu Cixous á þessum viðburðum við það
sem sagnfræðingurinn Susan Crane kallar „upplifun“ og gegnir ákveðnu
sáttahlutverki milli sögu annars vegar og sameiginlegra minninga hins vegar.
Þriðja greinin utan þema er greining Guðrúnar Steinþórsdóttur, dokt-
orsnema í íslenskum bókmenntum, á skrifum Málfríðar Einarsdóttur um
veikindi sín í bókinni Úr sálarkyrnunni (1978). Titill greinarinnar er til-
vitnun í það verk: „Af allri písl og kvalræði er Svartapísl verst því hún étur
sálina“ og eins og hann gefur til kynna fjallar greinin að miklu leyti um það
hvernig sálarkvalir Málfríðar birtast í verkum hennar. Guðrún leitar í smiðju
hugrænna fræða og les það út úr textanum að Málfríður hafi notað að ferðir
sem minna á hugræna atferlisfræði nútímans til að kljást við veikindi sín.
Auður Aðalsteinsdóttir
AUðUR AðALSTEiNSDÓTTiR