Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 15
14
niðurstöður vísindarannsókna einungis af athugunum á raunveru-
leikanum þegar allt kemur til alls. Þeir huglægu þættir sem setja
mark sitt á það hvaða tilgátur og kenningar verða til eru þannig
bannfærðir í vísindalegum rannsóknum með þeim aðferðum sem
einkenna réttlætingarsamhengið: samanburðartilraunum, röklegum
afleiðslum og svo framvegis.8
Þau rök Longinos sem við skoðuðum hér að ofan eiga hins vegar að sýna
að hlutdrægni og fordómar geti einnig skipt máli í réttlætingarsamheng-
inu og þar með haft áhrif á samþykkt vísindakenninga, ólíkt því sem hinir
svokölluðu „pósitívistar“ halda fram. Þannig segir Longino að það sé rök-
stuðningurinn sjálfur (e. evidential relations) sem verði hlutdrægur þegar
fordómar eru í hlutverki órökstuddra forsendna í líkani hennar.9
Ég legg áherslu á þennan þátt í rökum Longino því að eins og ég mun
gera betur grein fyrir hér að neðan tel ég að það sjónarmið sem Longino
eignar „pósitívistum“ geri of lítið úr möguleikanum á að hlutdrægni í upp-
götvunarsamhenginu hafi áhrif á niðurstöður vísindarannsóknanna í heild
sinni. Longino virðist fallast á að ef hlutdrægni kæmi einungis til sög-
unnar í uppgötvunarsamhenginu væri lítil ástæða til að hafa áhyggjur af
hlutdrægni í vísindum, og færir þess vegna rök fyrir því að hlutdrægni
geti einnig leikið stórt hlutverk í réttlætingarsamhenginu. Ég mun aftur
á móti leitast við að sýna fram á að hlutdrægni í uppgötvunarsamhenginu
hafi einnig áhrif á niðurstöður vísindarannsókna í heild sinni, ólíkt því sem
„pósitívismi“ gerir ráð fyrir. Áður en ég vík að þessu skulum við þó skoða
aðra hugmynd um hvernig hlutdrægni og fordómar geta haft áhrif á vís-
indalegar rannsóknir.
Douglas: Tilleiðsluáhætturökin
Annar vísindaheimspekingur sem telur að hlutdrægni geti haft áhrif á nið-
urstöður vísindarannsókna er Heather Douglas.10 Líkt og Longino leggur
8 Helen Longino, Science as Social Knowledge, bls. 65. Þýðing greinarhöfundar.
9 Sjá sama rit, einkum bls. 37–61.
10 Sjá einkum Heather Douglas, „inductive Risk and Values in Science“, Philosophy of
Science, 67/2000, bls. 559–579 og Science, Policy, and the Value-Free Ideal, Pittsburgh:
University of Pittsburgh Press, 2009. Rök Douglas byggjast að miklu leyti á eldri
rökum Richards Rudner, „The Scientist Qua Scientist Makes Value Judgments“,
Philosophy of Science 20/1953, bls. 1–6. Sjá einnig Carl G. Hempel, „Science and
Human Values“, Aspects of Scientific Explanation and other Essays in the Philosophy of
Science, New York: The Free Press, 1965, bls. 81–96.
FinnuR Dellsén