Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 19

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 19
18 pólitískar eða siðferðilegar afleiðingar. Þau sem hafa lesið nýjustu skýrslur Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (e. Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) vita að niðurstöður þeirra eru fyrst og fremst settar fram á líkindafræðilegu formi. Til dæmis er sagt í skýrslunni að líkurnar á því að loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst af mannavöld- um séu 95–100%. Að sama skapi finnur maður nánast alltaf umræðu um líkurnar á að tilgáta sé sönn þegar maður les vísindagreinar þar sem fjallað er um mögulegt orsakasamband milli tveggja þátta. Því má segja að þótt niðurstöður vísindarannsókna séu oft settar fram í fjölmiðlum og í tali manna á milli án þess að tala um líkur sé líkindafræðilega framsetningu nánast alls staðar að finna innan vísindanna sjálfra. Við fyrstu sýn grefur þetta undan hugmyndum Douglas um hlutdrægni í vísindastarfi vegna þess að ef vísindamenn eru ekki að fást við að sam- þykkja og hafna tilgátum heldur bara að ætla þeim tilteknar líkur þá er ekki ljóst að matið sem Douglas vísar til (á því hvort tiltekin kenning sé studd nægilega miklum gögnum til að samþykkja hana) sé nauðsynlegur hluti af hefðbundnu vísindastarfi. Á móti bendir Douglas á að oft séu gerðar kröf- ur til vísindamanna um að gefa ráð og miðla af þekkingu sinni til almenn- ings og ýmissa stefnumótandi stofnana samfélagsins. Í slíku samhengi sé ekki í boði að setja niðurstöður sínar fram í líkindafræðilegu formi, auk þess sem vísindamennirnir þurfi þá að velja og hafna hvaða áhættuþætti þeir leggi áherslu á.15 Jafnvel þótt slíkir vísindamenn eigni kenningum aðeins tilteknar líkur í stað þess að samþykkja þær þurfa þeir því engu að síður að taka ákvörðun þar sem hlutdrægni af því tagi sem Douglas lýsir getur vel komið við sögu. Tilurð, rökstuðningur og hlutdrægni Hér að framan hefur verið fjallað um tvær ólíkar hugmyndir um hvernig hlutdrægni og fordómar geta haft áhrif á niðurstöður vísindarannsókna. Samkvæmt Longino eru órökstuddar forsendur, sem oft eru hlutdrægar eða byggjast á fordómum, iðulega órjúfanlegur hluti af því hvernig vís- indaleg gögn eru látin rökstyðja tiltekna vísindakenningu umfram aðrar. Samkvæmt Douglas hafa hlutdrægir gildisdómar oft áhrif á hvaða vís- indakenningar eru samþykktar því þeir ákvarða hvenær vísindamenn sam- 15 Sjá einkum Heather Douglas, „Rejecting the ideal of Value-Free Science“, Value- Free Science? Ideals or Illusions, ritstj. John Dupre, Harold Kincaid og Alison Wylie, Oxford: Oxford University Press, 2007, bls. 120–139. FinnuR Dellsén
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.