Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 33

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 33
32 sem ég tel skipta mestu máli fyrir þessa sögu. Eins mun ég aðeins koma lítillega inn á orðsifjafræði, en hún gefur mjög takmarkaða mynd og hefur stundum reynst villuljós. Þó orðsögulegur grunnur skipti vissulega máli er mikilvægara hvernig orðin mótast og fá merkingu í deilum um innihald þeirra og yfirráð yfir merkingarsviðum þeirra. Það skiptir mun meira máli fyrir skilning á fyrirbærunum sem við erum að fást við en hugmynd um einhvern raunverulegan eða ímyndaðan kjarna í upprunanum. Þrátt fyrir takmarkaðar heimildir um notkun orðanna fyrir aldamótin 400 hefur ekki skort kenningar um að historía og filosofía sem fyrirbæri hafi verið til löngu fyrr. Í þessu felst þó lítið annað en yfirfærsla kenninga frá 4. öld yfir á eldri tíma. Fátt bendir til að þeir sem við lítum á sem heim- spekinga fyrir tíma Platons hafi litið á viðfangsefni sitt sem filosofía eða að þeir sem rannsökuðu fyrri sögu og náttúruleg fyrirbæri hafi talið sig vera að fást við historía. Þessar hugmyndir eru yngri, en strax í fornöld eru þær heimfærðar á fyrri tíma.16 Platon og Aristóteles bera mikla ábyrgð á þessu en einnig sagnaritarar sem koma á eftir Þúkýdídesi og tilraunir þeirra til að skilgreina sögu og eðli sögulegrar þekkingar. III Orðið historía er byggt á stofninum histōr (ἱστῶρ)17, sem sjálfur er settur saman með viðskeytinu –tōr og rótinni *w(e)id. Orðið histōr finnst í elstu varðveittu textum og mjög víða í forngrískum bókmenntum (hjá Hómer, Hesíódosi, lýrísku skáldunum, harmleikjaskáldunum og fleiri).18 Lengi vel var sú kenning á lofti að orðið merkti vitni og var sú merking aðal- lega dregin af rótinni, sem er rótin í eidos, idea, video og fleiri orðum sem tengjast sjón (að vita er af sömu rót).19 Þeirri kenningu hefur að mestu 16 Andrea Wilson Nightingale hefur fært sannfærandi rök fyrir róttækri breytingu á skilningi manna á heimspeki sem á sér stað á 4. öld, í Spectacles of Truth in Classical Greek Philosophy. Theoria in its Cultural Context, Cambridge: Cambridge University Press, 2004. Samfara þessari breytingu á sér stað endurskoðun á fræðilegri hugsun fyrri alda þannig að 4. aldar skilningur er heimfærður á 5. og 6. öld. Þessi 4. aldar endurskoðun hefur verið hluti af skilningi okkar á fræðunum og sögu þeirra síðan. 17 Eða istōr (ἴστωρ), en það skiptir ekki máli í þessu samhengi. Orðið virðist upp- haflega hafa verið ritað ϝίστωρ. 18 Sjá yfirlit og umfjöllun í Eiríkur Smári Sigurðarson, Studies in Historia, kafla i, sérstaklega bls. 20–24. 19 Pierre Chantraine, Dictionnaire étymologique de la langue grecque. Histoire des mots, Paris: Klincksieck, 2009. Samkvæmt honum er histōr „celui qui sait pour avoir vu ou appris“, sama rit, bls. 751. eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.