Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 34
33
leyti verið hafnað og virðist orðið histōr helst merkja dómari eða eiga við
um þann sem sker úr í deilum út frá einhverri óskilgreindri þekkingu,
reynslu eða þjóðfélagsstöðu. Það er auðvitað mikill munur á því hvort
histōr í historía sé vitni eða dómari. Er sagan vitnisburður eða er hún dómur
sagnaritarans um liðna atburði? Það er í raun opin spurning hvernig, og
hvort, þessi histōr virkar.20 Mín eigin niðurstaða úr fyrri rannsóknum er að
histōr sé oftast notað um einstakling sem hefur ákvörðunar- eða úrskurð-
arvald í krafti þekkingar, reynslu eða stöðu sem er ekki nánar skilgreind.
Það er hvorki sérstaklega tengt við sjón eða það að hafa upplifað eitthvað
sjálfur né er það sérstaklega lagalegt.21 Histōr er meðal orða sem eru notuð
um einstaklinga með þekkingu og völd án þess að eðli þessarar þekkingar
sé nánar skilgreint.
Sagnfræði, sagnaritun, saga: allt eru þetta íslenskar útgáfur af því sem
á grísku (og í mörgum nútímamálum) heitir historía.22 Það má lengi deila
um uppruna og eðli sögunnar en hins vegar er einfalt að benda á hve-
nær saga sem historía kemur fyrst fyrir. Það er í upphafsorðum Rannsókna
Heródótosar. Hann kynnir einfaldlega verkið sem historíē (sem er stundum
þýtt sem rannsókn, sbr. nýleg íslensk þýðing á verkinu):23 „Heródótos
frá Halíkarnassos birtir hér rannsókn (ἱστορίης ἀπόδεξις) sína [...]“24
Heródótos verður síðar þekktur sem faðir sögunnar og er það í vissum
skilningi augljóslega rétt: Hann virðist bera höfuðábyrgð á því að fyr-
irbærið heitir þessu nafni allt fram á okkar daga.
Heródótos varð fljótt mjög vinsæll og víða þekktur og það sem hann
gerði í verki sínu fékk einfaldlega nafnið historía. Í vissum skilningi þýðir
það bara „verk eins og Heródótos skrifaði“.25 Hann setti orðið í öndvegi
20 Darbo-Peschanski er meðal þeirra sem gerir mikið úr lögspekilegri merkingu orðs-
ins. Fyrir henni er historía fyrsti dómur, þ.e. dómur um hvað telst til staðreynda,
sem kallar síðan á seinni dóm eða túlkun. Catherine Darbo-Peschanski, L’Historia.
Commencements grecs, Paris: Gallimard, 2007. Sjá líka „The Origin of Greek Histor-
iography“, A Companion to Greek and Roman Historiography, ritstj. John Marincola,
Malden, Oxford, Carlton: Blackwell Publishing, 2008, bls. 27–38. Túlkun Darbo-
Paschenskis er gagnrýnd af Guido Schepens, „History and Historia. inquiry in the
Greek Historians“, sama rit, bls. 39–55.
21 Sjá bls. 20–24 í Eiríkur Smári Sigurðarson, Studies in Historia.
22 Um historía frá upphafi til Aristótelesar og lengra sjá sama rit og Darbo-Peschanski,
L’Historia.
23 Heródótos, Rannsóknir, þýð. Stefán Steinsson, Reykjavík: Mál og menning,
2013.
24 Íslensk þýðing (lítillega breytt) sama rit, bls. 11.
25 James Romm, Herodotus, New Haven, London: Yale University Press, 1998, bls. 9.
Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi