Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 44
43
staka athygli á þrennu. Í fyrsta lagi tökum við eftir að höfundur kenn-
ir Empedókles við filosofía og segir að hún, þ.e. heimspekin, leitist við
að skýra sjúkdóma og heilbrigði með tilvísun í almenn lögmál heimsins.
Með því á hann við t.d. frumefni og krafta sem virka í heiminum, í til-
viki Empedóklesar jörð, vatn, loft og eld ásamt ást og hatri sem virka sem
kraftar á frumefnin. Þessar kenningar eru bara tilgátur (hýpótesur) og til-
heyra ekki læknislistinni (hann byrjar verkið með því að gagnrýna tómar
eða nýjar tilgátur50). Í öðru lagi gerir hann skýran greinarmun á þessu og
þeirri þekkingu sem læknisfræðin getur aflað – en hefur enn ekki aflað – og
hann kallar historíē.51 Þessi þekking, sem verður möguleg ef læknisfræðin
er stunduð eins og vera ber, er líka þekking á orsökum en í þessu tilviki
eru það ekki þær orsakir sem heimspekingarnir fást við og stjórna gangi
alheimsins heldur þær orsakir sem eiga við um manninn og stjórna heilsu
hans – þ.e. líkamsvessarnir. Í þriðja lagi hafnar hann filosofía sem hreinum
getgátum. Kenningar heimspekinga eins og Empedóklesar eru engu betri
en skáldskapur, í það minnsta í samhengi læknislistarinnar. Þær byggja á
tilgátum sem ekki er hægt að athuga eða prófa á nokkurn hátt, tilgátum
sem, að mati höfundar, byggja hvorki á né fá stuðning af reynslu.
Hér erum við greinilega með skilning á filosofía sem nálgast afmörkun
hóps með sameiginlega aðferðafræði.52 Höfundur verksins telur heim-
spekinga leita skýringa með getgátum – með tilgátum, hýpótesum – en
læknislistina (og maður ímyndar sér „vísindin“ almennt) byggja á athug-
unum í gegnum lengri tíma sem birta okkur smám saman orsakasamhengi
náttúrunnar. Í tilviki sjúkdóma og heilbrigðis, hvað veldur ákveðnum sjúk-
50 Textinn á þessum stað er umdeildur og ekki víst hvort um „tómar“ eða „nýjar“
tilgátur er að ræða.
51 Það er reyndar ósamkomulag meðal fræðimanna um hvernig á að lesa textann á
þessum stað. Ég fylgi Jacques Jouanna, Hippocrate. De l’ancienne médecine ii, 1 og
öðrum að lesa ταυτὴν τὴν ἱστορίην sem vísun í þá tegund náttúrurannsókna sem
höfundurinn er að tala fyrir (nánar að hann sé með þessu orðalagi að vísa í τοῦτο
tveimur línum ofar), en í nýlegri útgáfu Marks Schiefsky, Hippocrates. On Ancient
Medicine, er farin önnur leið því hann les ταυτὴν τὴν ἱστορίην sem hluta þess sem
höfundur gagnrýnir. Schiefsky skilur textann þannig að höfundur sé að gagnrýna
heimspekinga og náttúrufræðinga sem einn hóp, þ.e. bæði þá sem leggja stund á
φιλοσοφία og ἱστορία, og vilji setja læknislistina í staðinn (ad loc.). Þessi túlkun
er frekar langsótt.
52 Mér virðist Nightingale ganga of langt í kenningu sinni um að fyrir daga Platons
hafi ekki verið skilningur á filosofía sem afmörkuðu sviði rannsókna, sjá Genres in
Dialogue, kafli 1. Textar eins og þessi – ásamt Gorgíasi og Dissoi logoi – sýna að það
var farið að líta á filosofía og filosofoi sem fræðasvið eða hóp sem mátti greina frá
öðrum tegundum rannsókna og hópa, þó innihaldið hafi um margt verið óljóst.
Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi