Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 48
47
öðrum ómerkilegt. En hugtökin voru komin til að vera og þau höfðu áhrif
á alla umræðu og faglega þróun eftir það.
Framlag Herodótosar og Platons í þessari sögu er afgerandi. Heródótos
leggur sitt af mörkum með því að skrifa verk sem nær mikilli útbreiðslu
og hann kennir við historía. Platon með því að taka sér fyrir hendur að
skilgreina hvað filosofía er og greina hana frá öðrum formum þekking-
arleitar, þar á meðal historía. Umræða og þróun utan hefðbundins ramma
heimspeki og sagnaritunar er ekki síður mikilvæg og sérstaklega innan
læknisfræðinnar. Skilgreiningar og skilningur hugtakanna mótast í sam-
spili þeirra ekki síður en í glímunni við viðfangsefnin sem þau afmarka.
Meðal þess sem er áhugavert við þessa sögu er einmitt hvernig hugtökin
eru notuð gagnkvæmt til að skýra og afmarka merkingu hvors annars. Í
sumum tilvikum eru svo gerðar tilraunir til að spyrða þau saman í eina
heild (þetta er einna skýrast hjá Aristótelesi og sumum sagnariturum á 4.
öld og síðar – sem er utan ramma þessarar greinar). Hið sögulega og hið
heimspekilega verða þannig órjúfanlegir hlutar einnar heildar.61
Ú T D R Á T T U R
Í ljósi sögu og heimspeki
Tvær tegundir rannsókna á manninum
Í þessari grein er fyrsta saga sagnfræði og heimspeki sögð í gegnum notkun orðanna
historía og filosofía frá upphafi í Forngrikklandi til fjórðu aldar f.o.t. Þá höfðu orðin
öðlast sess sem nöfn á tveimur aðskildum – en umdeildum – fræðigreinum. Sérstök
áhersla er lögð á hvernig orðin voru notuð gagnkvæmt til að skilgreina merkingu og
áhrifasvæði hvors annars. Í gegnum túlkun texta eftir frumherja heimspekinnar, sóf-
ista, sagnaritara, lækna, heimspekinga og fleiri er gerð grein fyrir því hvernig saga og
heimspeki eru í eðli sínu nátengd.
Lykilorð: Saga, heimspeki, fræðigreinar, hugtök, hugmyndasaga
61 Þessi grein er að hluta til byggð á fyrirlestri á Hugvísindaþingi 16. mars 2013 og
skrifuð í París haustið 2015 með styrk úr Launasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
(styrkur nr. 15449) í námsleyfi frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ég þakka
Svavari Hrafni Svavarssyni, Gunnari Harðarsyni, ónefndum ritrýni og ritstjórum
Ritsins fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.
Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi