Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 48

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 48
47 öðrum ómerkilegt. En hugtökin voru komin til að vera og þau höfðu áhrif á alla umræðu og faglega þróun eftir það. Framlag Herodótosar og Platons í þessari sögu er afgerandi. Heródótos leggur sitt af mörkum með því að skrifa verk sem nær mikilli útbreiðslu og hann kennir við historía. Platon með því að taka sér fyrir hendur að skilgreina hvað filosofía er og greina hana frá öðrum formum þekking- arleitar, þar á meðal historía. Umræða og þróun utan hefðbundins ramma heimspeki og sagnaritunar er ekki síður mikilvæg og sérstaklega innan læknisfræðinnar. Skilgreiningar og skilningur hugtakanna mótast í sam- spili þeirra ekki síður en í glímunni við viðfangsefnin sem þau afmarka. Meðal þess sem er áhugavert við þessa sögu er einmitt hvernig hugtökin eru notuð gagnkvæmt til að skýra og afmarka merkingu hvors annars. Í sumum tilvikum eru svo gerðar tilraunir til að spyrða þau saman í eina heild (þetta er einna skýrast hjá Aristótelesi og sumum sagnariturum á 4. öld og síðar – sem er utan ramma þessarar greinar). Hið sögulega og hið heimspekilega verða þannig órjúfanlegir hlutar einnar heildar.61 Ú T D R Á T T U R Í ljósi sögu og heimspeki Tvær tegundir rannsókna á manninum Í þessari grein er fyrsta saga sagnfræði og heimspeki sögð í gegnum notkun orðanna historía og filosofía frá upphafi í Forngrikklandi til fjórðu aldar f.o.t. Þá höfðu orðin öðlast sess sem nöfn á tveimur aðskildum – en umdeildum – fræðigreinum. Sérstök áhersla er lögð á hvernig orðin voru notuð gagnkvæmt til að skilgreina merkingu og áhrifasvæði hvors annars. Í gegnum túlkun texta eftir frumherja heimspekinnar, sóf- ista, sagnaritara, lækna, heimspekinga og fleiri er gerð grein fyrir því hvernig saga og heimspeki eru í eðli sínu nátengd. Lykilorð: Saga, heimspeki, fræðigreinar, hugtök, hugmyndasaga 61 Þessi grein er að hluta til byggð á fyrirlestri á Hugvísindaþingi 16. mars 2013 og skrifuð í París haustið 2015 með styrk úr Launasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna (styrkur nr. 15449) í námsleyfi frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ég þakka Svavari Hrafni Svavarssyni, Gunnari Harðarsyni, ónefndum ritrýni og ritstjórum Ritsins fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.