Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 53
52 stöðuga framþróun vísindanna sem nálgist sannleikann hægt og bítandi. En að hyggju Kuhns skapa vísindamenn þessa mynd einfaldlega með því að afgreiða misheppnaðar kenningar fortíðarinnar sem gervivísindi. Það gildi til dæmis um brunaefniskenningu átjándu aldarinnar. Samkvæmt henni er til efni sem kallast brunaefni (e. phlogiston) og á að hafa þann eiginleika að valda bruna. Án brunaefnis, enginn eldur. Þessi kenning hefur að því er virðist verið hrakin og síðar afgreidd sem gervivísindi, einfaldlega vegna þess að hún er ekki í samræmi við nútímakenningar. Mér fljúga í hug fleyg orð franska skáldsins Pauls Valéry: „Aðeins þetta skyldi kallast vísindi, heild þeirra uppskrifta sem alltaf takast. Hinar eru bókmenntir.“11 Kuhn staðhæfir að nú til dags tali menn nánast eins og það að taka þekkingarlegum framförum sé skilgreiningaratriði um vísindi. En á endur- reisnartímanum hafi menn fremur litið á myndlistina sem þungamiðju slíkra framfara. Málararnir urðu enda æ flinkari að sýna veröldina eins og hún kom mönnum fyrir sjónir. Ekki var talað um framfarir í vísindum, að svo miklu leyti sem menn greindu á milli vísinda og lista.12 Hin viðtekna mynd af vísindunum sýnir gamlar, vel staðfestar kenn- ingar sem sértilvik af nýrri og betri kenningum. Til dæmis á að vera hægt að leiða meginkenningar Newtons röklega af kenningum Einsteins um leið og þær síðarnefndu séu víðfeðmari og leiðrétti villur Newtons, t.d. þá villu að tíminn sé ekki afstæður. Þannig megi líta á kenningar Newtons sem sértilvik við kenningar Einsteins og skoða kenningar Einsteins sem framfarir miðað við kenningar Newtons. Þær séu nær sannleikanum en kenningar Newtons. En Kuhn er efins um að vísindin nálgist sannleikann stöðugt og að eldri kenningar séu sértilvik af þeim yngri. Vandinn sé m.a. sá að erfitt sé að ákvarða hver sé hin eiginlega merking orðasambanda á borð við „sannara en“ (e. truer) eða „nær sannleikanum“. Auðvitað sé ekki hægt að útiloka að vísindakenningar nálgist sannleikann en erfitt sé að ákvarða hvað felist nákvæmlega í slíkri nálgun. Flestar kenningar fyrri tíma hafi reynst rangar, því séu litlar líkur á að kenningar dagsins í dag séu sannar. Þess vegna sé lítill veigur í því að segja nútímakenningar nærri sannleikanum, þær séu sennilega jafn ósannar og eldri kenningar. Niðurstaða Kuhns er sú að staðhæfingar um að kenningar nálgist sann- 11 Í þýðingu minni. Svona er frumtextinn: „il faut n’appeler Science: que l’ensemble des recettes qui réussissent toujours. Tout le reste est littérature.“ Paul Valéry, Tel quel, París: Gallimard, 1941, bls. 88. 12 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 161; Thomas Kuhn, Vís- indabyltingar, bls. 322. steFán snævaRR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.