Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 55
54
vegna sé engin leið að finna algrím (e. algorithm) fyrir val milli kenninga,
formúlu fyrir því hvaða kenningar séu bestar.19 Gagnstætt því getum við
notað einfalt algrím til að reikna gengi gjaldmiðla, eins og stendur er ein
norsk króna virði sextán íslenskra króna. Þá er auðvelt reikna hve mikið
menn fá fyrir 100 norskar krónur, 1600 íslenskar krónur.
Í ljósi þess sem áður segir um ósammælanleika telur Kuhn villandi
að segja kenningar Newtons sértilvik af kenningum Einsteins. Einnig að
segja að Einsteins-kenningarnar skýri meira en Newtons-kenningarnar
en stangist hvergi á við þær. Þar að auki sé kenning Einsteins í sumum
efnum nær kenningum Aristótelesar en Newtons.20 Samkvæmt viðteknum
skoðunum var kenning Newtons framför miðað við kenningar hins gríska
fornspekings. Þess vegna sé vafasamt að telja kenningar Einsteins vera nær
sannleikanum en kenningar Newtons.21 Vísindamenn hafi nánast falsað
kenningar Newtons með því að hreinsa burt þær sem ekki voru samþýð-
anlegar tilgátum Einsteins.22
Samt gefur Kuhn í skyn að það verði eins konar framfarir í vísindum.
Nýrri kenningar séu að jafnaði betri tæki til að leysa vandamál en eldri
kenningar þótt þær séu hvorki nær né fjær sannleikanum. Kenningakerfi
Einsteins hafi verið betra tæki til þess arna en kenningakerfi Newtons sem
aftur hafi verið betra tæki til vandalausna en kenningar Aristótelesar.23
Gallinn er sá að Kuhn útskýrir hvergi hvað hann eigi við með „betra
tæki til að leysa vandamál“. Kannski hefur vísindaheimspekingurinn Larry
Laudan tekið ómakið af honum. Hann heldur því fram að framfarir í vís-
indum birtist í aukinni hæfni til að leysa vandamál, ekki í nálgun á sann-
leika. Hann greinir milli hugtakalegra vandamála og reynsluvandamála.
Rannsóknarhefð getur tekið framförum hvað lausn reynsluvanda áhrærir
um leið og hugtakavandamálin hrannast upp. öfugt getur rannsóknarhefð
19 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 200; Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 384–385.
20 Kuhn láist að útskýra þetta. Hann hafði ákveðna tilhneigingu til að setja fram órök-
studdar staðhæfingar og láta eiga sig að útskýra vel hvað hann átti við með ýmsum
staðhæfingum.
21 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 207, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 396.
22 T.d. Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 198–204, Thomas
Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 382–392.
23 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 206, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 396.
steFán snævaRR