Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 71
70 um vísindi með hartnær fáránlegum og þar með óskynsamlegum hætti.90 Kuhn gefur í skyn að til séu algildar reglur fyrir skynsemi, reglur sem ekki eru bundnar á klafa viðtaka. Villi og Valla hafa brotið gegn þessum reglum og því sett fram óskynsamlegar staðhæfingar. Af þessu má sjá að hinn síð- ari Kuhn var hreint enginn afstæðissinni. Auk heldur sagði Kuhn á efri árum að til væru almennar þumalfingurs- reglur um val milli vísindakenninga. Þessar reglur væru ekki þrælbundnar viðtökum. Að öllu jöfnu er kenning því betri því nákvæmari/eða frjórri/ eða víðfeðmari/eða einfaldari sem hún er. Listinn er ekki tæmandi og ekki er til nein formúla fyrir vægi þessara þátta (nákvæmni, einfeldni, frjósemi o.s.frv.).91 Aftur heyrum við enduróm frá Wittgenstein, það er engin regla fyrir því hvernig beita eigi reglu, það er matsþáttur í allri reglubeitingu. Ekki verður sagt að þessi hugmynd Kuhns um þumalfingursreglurnar sé ýkja frumleg, finna má svipaðar hugmyndir hjá heimspekingum á borð við Nelson Goodman. Að hans áliti eru sjálfsögð sannindi auðfundin og varða vísindin litlu. Enn fremur bendir hann á að hægur leikur sé að fram- leiða sannyrðingar á færibandi, t.d. með því að nota margföldunartöfluna. Sannleikurinn sé ekki alltaf sagna bestur, ekki einu sinni í hinum ginn- helgu vísindum. Enda sé sanngildi vísindakenninga ekki mikilvægara en víðfeðmi (e. scope) eða einfaldleiki (e. simplicity). Kenningin verði líka að vera svar við spurningum sem skipta vísindamenn máli.92 Við má bæta að góð vísindakenning verður helst að hafa mikið skýrigildi, vera frumleg, frjó, nákvæm, vel rökstudd og mikilsverð, sanngildið eitt og sér skiptir litlu. Án þeirra vísindagilda sem nefnd voru er sannleikurinn eins og her- foringi án hers. Ég er reyndar alveg sammála þeim Kuhn og Goodman. Auk þess má læra sitthvað af kanadíska vísindaheimspekingnum Harold i. Brown. Hann segir réttilega að menn þurfi upplýsta dómgreind til að meta vægi þessara vísindagilda í sérhverju tilviki enda er engin formúla til fyrir því mati. Slík dómgreind er innsæisbundin hæfni hins fróða (upplýsta). Sá sem hefur slíka dómgreind beitir þumalfingursreglum, innsæi og heilbrigðri skynsemi til að ákveða hvaða kenningar séu óprófanlegar á hverjum tíma. 90 Thomas Kuhn, „Rationality and Theory Choice“, The Road Since Structure, bls. 208–215. 91 Thomas Kuhn, „Objectivity, Value Judgment, and Theory Choice“, The Essential Tension, bls. 320–339. 92 Nelson Goodman, Languages of Art. An Approach to a Theory of Symbols, indiana- polis: Hackett, 1976, bls. 263. steFán snævaRR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.