Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 72
71
Hann verður náttúrulega að hafa víðfeðma þekkingu á fræðasviðinu, ann-
ars væri dómgreind hans ekki upplýst.93
Dómgreindin er drottning vísindanna.
Ósammælanleiki, Davidson, Gadamer
Víkjum aftur að ósammælanleikanum. Hvers vegna dró Kuhn land hvað
hann varðaði? Ástæðan kann að hafa verið kröftug gagnrýni Donalds
Davidson á hugmyndina um ósammælanleika. Sú gagnrýni verður ekki
skilin nema menn þekki hugtakið um hugtakaskemu (e. conceptual scheme).
Slík skemu eru hugtakagrisjur sem móta og grisja reynslu okkar, líkt og
lituð gleraugu. Þess vegna skynji inúítatar snjó öðruvísi en við, „glerið“ í
„gleraugum“ þeirra er öðruvísi litað en okkar „gler“. Þeirra hugtakaskema
fyrir snjó er ósammælanlegt við okkar skema. Sérhvert hugtakaskema skapi
sérstaka heimsmynd, heimsmynd inútíta er önnur en heimsmynd okkar.
Þetta má heimfæra á kenningar Kuhns: Kalla má sérhvert viðtak „sérstaka
vísindalega heimsmynd“ enda hefur það sitt sérstæða „hugtakaskema“.94
Venjuvísindamenn innan tiltekins viðtaks hafa öðruvísi „lituð gleraugu“ en
vísindamennirnir í öðru viðtaki, þeir sjá heiminn með öðrum hætti.
Hugsum okkur nú að við hefðum hugtakaskema H og til væri annað
hugtakaskema H’. Davidson staðhæfir að þau rök sem nota megi til að
sýna fram á að H og H’ séu ósammælanleg megi nota til að sanna að H’ sé
alls ekki hugtakaskema. Hann segir orðrétt:
„[...] ekkert [...] getur talist ábending um að tiltekinn virknisháttur
verði ekki skilinn á okkar tungumáli sem ekki um leið getur verið
ábending um að þessi virknisháttur sé alls ekki málbeiting.95
Við getum einfaldlega ekki vitað hvort tiltekin heimsmynd H.m. sé ósam-
mælanleg við okkar heimsmynd því ef við gætum það þá væru þær sam-
mælanlegar. Þá myndum við nefnilega vita að H.m. er róttækt öðruvísi en
okkar heimsmynd og þá getum við borið heimsmyndirnar saman. Því væri
93 Harold i. Brown, Perception, Theory and Commitment, bls. 148.
94 Um tengsl viðtaka og hugtakaskema í hugsun Kuhns, sjá John Preston, Kuhn’s ‘The
Structure of Scientific Revolutions’. A Reader’s Guide. London: Continuum, 2008, bls.
11.
95 „[...] nothing [...] could count as evidence that some form of activity could not be
interpreted in our language that was not at the same time evidence that that form
of activity was not speech behavior.“ Donald Davidson, „On the Very idea of a
Conceptual Scheme“, Inquiries into Truth and Interpretation, Oxford: The Clarend-
on Press, 1984, bls. 183–198, hér bls. 185.
ViðTöK OG VÍSiNDi