Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 80
79
miðjum. Kambódíumenn eru enn að takast á við „fortíðarvanda“ og sögu-
legan harmleik í krafti minninga og pólitískra lagaferla, eins og stríðs-
glæparéttarhalda.
Þeir fræðimenn sem fjallað hafa um Sihanouk, eins og Adrian Kiern-
ander, Erica Johnson, Julia Dobson og Ashley Thompson, hafa einkum
beint sjónum að bókmenntalegum vísunum leikritsins og gert sér mat úr
póstkólónískri aðferðafræði eða nálgast það út frá kenningum leikhúsfræð-
innar.5 Í þessari grein legg ég hins vegar mest upp úr því að greina hina
pólitísku frásögn og túlkun Cixous á sögu Kambódíu með sérstakri áherslu
á tengslin milli sögu og minnis. Sögu Kambódíu er miðlað með því að setja
minningar mismunandi hópa í samhengi við aðrar pólitískar stórsögur
(e. metanarratives) eins og nýlendustefnu, Víetnamstríðið og kalda stríðið.
Í augum Cixous er leikhúsið sjálft „staður minninga“6 í skilningi Pierre
Nora þar sem sagan er endursköpuð. Eins og Astrid Erll og Ann Rigney
hafa bent á í umfjöllun sinni um birtingarmyndir menningarminnis er
slíkur „staður“ ekki tákn fyrir stöðugleika minninga heldur hverfulleika
þeirra. Túlkun einstaklinga og hópa á fortíðinni tekur breytingum og það
sama á við tengsl þeirra við „staði minninga“.7 Í uppfærslunni á Sihanouk
var leitast við að brjóta upp hið hefðbundna, breyta sjónarhorninu og
draga úr vægi hins vestræna í þeim tilgangi að beina athyglinni að menn-
ingu og sögu Asíu.8 Þannig átti að freista þess að fá áhorfendur til að líta
á söguna frá öðru sjónarhorni og setja sig í spor annarra. En það sem
skipti ekki síður máli var að gera hinni pólitísku framvindu sögunnar skil:
Hún heldur frásögninni saman í leikritinu og magnar upp hina dramatísku
spennu. Sögusviðið færist stöðugt milli staða innan Kambódíu og milli
stórvelda, þar sem ójafnt valdasamband persónanna er dregið fram.
Hér verða færð rök fyrir því að líkja megi sagnfræðilegri og skáldlegri
5 Adrian Kiernander, Ariane Mnouchkine; Ashley Thompson, „Terrible but Unfin-
ished. Stories of History“, New Literary History 1/2006, bls. 198–215; Erica
Johnson, „incomplete Histories and Hélène Cixous’ L‘histoire terrible mais in-
achevée de Norodom Sihanouk, roi du Cambodge“, Texas Studies in Literature and
Language 2/2000, bls. 118–134; Julia Dobson, Hélène Cixous and the Theatre. The
Scene of Writing, Bern: Peter Lang, 2002.
6 Um hugtakið „staði minninga“ sjá Pierre Nora, Les Lieux de mémoire, París: Gallim-
ard, 1984–1992.
7 Sjá Astrid Erll og Ann Rigney, „introduction. Cultural Memory and Dynamics“,
Mediation, Remediation and the Dynamics of Cultural Memory, ritstj. Astrid Erll og
Ann Rigney, Berlín/New York: de Gruyter, 2009, bls. 1–14, hér bls. 2.
8 Adrian Kiernander, Ariane Mnouchkine, bls. 125.
STJÓRNMÁL MiNNiNGA