Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 81
80
skráningu Cixous á þessum viðburðum við það sem sagnfræðingurinn
Susan Crane kallar „upplifun“ (e. lived experience) og gegnir ákveðnu sátta-
hlutverki milli sögu annars vegar og sameiginlegra minninga hins vegar.9
Þannig má túlka söguleg skrif Cixous sem reynslu sem verður hluti af
sameiginlegu minni. Markmið Cixous er ekki að setja saman leikhúsverk
með því að rjúfa tengslin milli fortíðar og samtíma og raða saman sögu- og
minningabrotum um Kambódíu í snyrtilegri tímaröð. Hún teflir ekki fram
hugtökum eins og „sögu“, sem gengur út á miðlun fortíðar, og „minni“,
sem þjónar samtímalegum markmiðum, sem andstæðum heldur er lögð
áhersla á skyldleika og samspil þeirra. Þessi afstaða er í fullu samræmi við
ákall minnisfræðinga eins og Erll um að forðast tvenndarhyggju sögu og
minnis. Hins vegar er óþarfi að ganga eins langt og Erll, en hún vill fella
söguna og sagnaspeki undir samhugtakið „menningarminni“ sem tekur
til mismunandi „minnishátta“ (e. modes of remembering). Vissulega er rétt
að atburða er minnst á mismunandi hátt og út frá ólíkum sjónarhóli, t.d. í
formi goðsagna, stjórnmálasögu eða fjölskylduminnis. En þar sem „sagan“
er engu að síður mikilvægur hluti af togstreitunni milli samtíma og for-
tíðar má draga í efa að hið víðtæka hugtak „menningarminni“ geti leyst
hana af hólmi.10 Víxlverkun sögu og minnis verður því ekki eytt með þeim
hætti.
Cixous talar ekki í nafni annarra, enda er pólitísk uppfræðsla eða inn-
ræting fjarri henni. Sem leikskáld viðheldur hún ákveðinni fjarlægð vegna
þess að hún verður að láta allar raddir heyrast og gera grein fyrir afstöðu
hverrar persónu. Á sama hátt gerir hún ráð fyrir and-minni eða and-
orðræðum sem kallast á við ráðandi minni og orðræður innan hópa til
að leggja áherslu á mismunandi form andspyrnu. Það aftrar Cixous hins
vegar ekki frá því að taka skýra afstöðu í leikritinu með þjóðfrelsisbaráttu
Kambódíumanna; það er í samræmi við baráttu hennar gegn hvers kyns
kúgun og útilokun og sýn hennar á leikhúsið, þar sem brugðist er við
atburðum í sögunni og samtímanum.
9 Sjá Susan A. Crane, „Writing the individual Back into Collective memory“, Am-
erican Historical Review 5/1997, bls. 1372–1385.
10 Astrid Erll, „Cultural Memory Studies: An introduction“, Cultural Memory Studies,
ritstj. Astrid Erll og Ansgar Nünning, Berlín: de Gruyter, 2008, bls. 1–18, hér
bls. 7.
iRma eRlingsDóttiR