Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 85
84
Í Sihanouk tekst ég stöðugt á við hið örsmáa á sama tíma og ég
horfi til hins stóra [samhengis]. Þetta er mín aðferð til að skrásetja
viðburði í textann, hvort sem er í skáldskap eða í leikhúsi. Þegar
þróunar- og upprunasaga eða erfðafræðilegar rætur verks verða mér
ljósar geri ég þær að umfjöllunarefni í sjálfu verkinu. Það merkir
að ég skrái endurlitið (fr. réflexivité) í textann. Í Sihanouk er þannig
stöðugt endurlit bæði hvað varðar atburði og bókmenntir. Þetta eru
„undirskriftir“ (fr. signatures), þróunarspor (fr. génétique) verksins.17
Þannig „frævir“ (fr. pollinise) sagan bókmenntalega framsetningu hennar.18
Í Sihanouk er Shakespeare bókmenntaleg upprunafrásögn; verk hans er
alltumlykjandi í persónusköpun, beinum og óbeinum tilvísunum, og sjálfri
uppbyggingu leikritsins, sögulegri sýn og pólitísku inntaki. Skáldskapur
Shakespeares kemur þannig fyrir sem eins konar vofa sem gengur aftur í
texta Cixous.
Skrifin snúast, fyrir Cixous, um að skrá minningar sem þarf að sækja
undir yfirborðið til að rjúfa endurtekninguna og til að koma fram með
gagnrýni á ráðandi valdaformgerðir. Það á jafnt við um söguleg skrif henn-
ar fyrir leikhús og annan skáldskap hennar. Minningarnar eiga ekki síst
uppruna sinn í lestri bókmennta og sögu, en þær geta líka verið af pers-
ónulegum toga og stundum eru þær sóttar í úrvinnslu sjálfs draumlífsins
þar sem þessu öllu ægir saman með óvæntum hætti. Cixous smíðaði sögn-
ina „oublire“ (úr oublier (gleyma) og lire (lesa)) til að ná yfir það sem gerist
í lestri og um leið skrifum þegar hún gleymir stað og stund, en fer á sama
tíma inn í annan heim upprifjunar og minninga. Lesturinn vekur aftur til
lífsins það sem er farið og gleymt. Skrifin lúta svipuðu lögmáli, en þau
ganga út á að endurvekja það sem lesturinn skildi eftir – afmáð spor sem
þarf að kalla fram hér og nú.
Sem skáld tekur Cixous sér því einnig hlutverk sögulegs greinanda.
Hún glímir við söguna með því að setja hana þannig fram að hún sé endur-
lifuð.19 Þessi aðferð er í algjörri þversögn við þá tækni sem er ríkjandi í
menningarframleiðslu nútímans eða í fjölmiðlum þar sem þarf að leggja
mat á atburði tafarlaust og án tillits til dýpri merkingar eða margþættra
17 Sjá „On Theatre. An interview with Hélène Cixous“, Selected Plays of Hélène Cixous,
ritstj. Eric Prenowitz, London og New York: Routledge, 2004, bls. 1–24, hér bls.
14.
18 Sama heimild, bls. 14.
19 Susan A. Crane, „Writing the individual Back into Collective Memory“, bls.
1372–1385.
iRma eRlingsDóttiR