Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 87
86
gagnrýnd fyrir að gera aðeins ráð fyrir einu hópminni, heldur opnar á
möguleika á mismunandi gerðir and-minnis í formi andspyrnu.
Kossomak drottning og Nouth forsætisráðherra gegna slíku hlutverki
and-minnis í Sihanouk, þegar prinsinn stendur frammi fyrir valdaráni
hægri afla. Á sama hátt er Melvin Laird, varnarmálaráðherra, sem vildi
beita mildari aðferðum en ráðandi öfl innan Bandaríkjastjórnar, teflt fram
gegn Henry Kissinger, þjóðaröryggisráðgjafa, sem í leikritinu er tákn alls
hins ómannúðlega í stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Kambódíu. Og meðal
Rauðu khmeranna er einnig gert ráð fyrir andófi innan hóps: Einn þeirra,
Kieu Samphan, gengur tímabundið til liðs við stjórn Sihanouks í trássi við
vilja Saloth Sâr eða Pol Pot, og annar, Hou Youn, lýsir sig mótfallinn nauð-
ungarflutningum frá Phnom Penh eftir að kommúnistar komast til valda.
Þótt Cixous leggi áherslu á togstreitu valdahópa má spyrja hvers vegna
hún fer ekki meira ofan í saumana á nýlenduarfleifð Frakka í indókína. Sú
þögn er í andstöðu við það hversu nákvæm hún er þegar kemur að öðrum
erlendum ríkjum, eins og Bandaríkjunum og Kína. Spyrja má hvort hún
sé til marks um einhvers konar tregðu til að takast á við hlutverk Frakka í
sögu Kambódíu vegna þess að leikritið var skrifað fyrir þá og sett á svið í
Frakklandi. Þá má velta því fyrir sér hvort Frakkar hafi verið „reiðubúnir“
að taka við slíkri gagnrýni á þeim tíma sem leikritið var sett á svið. Ariane
Mnouchkine segir áhuga hennar og Cixous á stöðu Kambódíu í samtím-
anum hafa ráðið tímalegri afmörkun frásagnarinnar.25 Um er að ræða
tæplega tuttugu ára tímabil sem hefst eftir að landið hlaut sjálfstæði frá
Frakklandi og lýkur nokkrum árum áður en leikritið var sviðsett. Ljóst er
frá upphafi leikritsins og út í gegnum það að Frakkar undirbjuggu jarðveg-
inn með nýlendustefnu sinni – ekki síst með aðgerðum sem veiktu lýðræð-
islega þróun í landinu og styrktu konungsveldið. Ábyrgð þeirra liggur
meðal annars þar, en einnig í getu- og aðgerðaleysi þeirra gagnvart hinni
skelfilegu atburðarás sem á sér stað eftir brotthvarf þeirra.
Hér er því ekki um meðvitaða eða virka „gleymsku“ eða „þöggun“
að ræða26 heldur fremur tilraun til að skoða með hvaða hætti atburðum
vindur fram yfir ákveðið afmarkað tímabil og í ákveðnu rými eins og leik-
húsformið býður upp á, þar sem allt gerist hér og nú án undankomu-
25 Viðtal irmu Erlingsdóttur við Ariane Mnouchkine, 7. nóvember 2016, óbirt.
26 Um samspilið milli minnis og gleymsku sjá t.d. Aleida Assmann, „Canon and
Archive“, A Companion to Cultural Memory Studies. An International and Interdiscipl-
inary Handbook, ritstj. Astrid Erll og Ansgar Nünning, Berlín: de Gruyter, 2010,
bls. 97–107.
iRma eRlingsDóttiR