Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 88
87
leiða. Ábyrgðin gagnvart þeim atburðum sem lýst er í leikritinu var fyrst
og fremst á herðum Bandaríkjamanna, Víetnama og Kínverja, en einnig
Kambódíumanna sjálfra. Þarna fóru heilu sveitirnar af illgjörðaröflum,
persónum og leikendum, sem höfðu alls enga þörf fyrir beina íhlutun
Frakka til að gera út af við Kambódíu. Hins vegar er jafn ljóst að Frakkar
brugðust Kambódíu með því að snúa blinda auganu að því sem þar fór
fram. Um það fjallar leikritið öðrum þræði, enda er markmiðið, líkt og
í öllum leikritum Sólarleikhússins, að sýna fram á hættur aðgerðar- og
ábyrgðarleysis í samtímanum.
Eins og hér hefur verið vikið að má færa rök fyrir því að Cixous sam-
tvinni tvær hefðir: annars vegar sagnfræðinnar, þar sem lögð er áhersla á
tímaröð og „hlutlægni“, og hins vegar sameiginlegra minninga þar sem
„sannleikur“ og sögulegt samhengi skipta minna máli en sjálfsmyndir
hópsins og fylgispekt við hann. Cixous hefur báða þessa þætti að leið-
arljósi: Hún miðlar minningum og gerir sér mat úr sögunni til að glæða
þær lífi. Að þessu leyti staðsetur hún sig þar sem Crane nefnir „sögulega
vitund“ í samtíðinni, á stað þar sem þráin til að miðla „upplifun“ er túlkuð
með sögulegum hætti.27 Slík tjáning krefst þannig bæði sögulegs og sam-
eiginlegs minnis. Með öðrum orðum snýst kjarninn ekki um það hvernig
sögulegri þekkingu er miðlað í tungumálinu og textanum, þótt Cixous sé
umhugað að vera trú sögunni. Það sem meira er um vert er að miðla minn-
ingum sem „sögulegum vitnisburði“ í samtímanum.
Og þar sem sá vitnisburður verður að vera trúverðugur og í samræmi
við það markmið að takast á við brýnan fortíðarvanda í samtímanum held-
ur Cixous í hugmyndir um „sannleiksleit“ sem fer fram undir merkjum
mismunar og krefst afstöðu og ábyrgðar. Og þar kemur einnig til kasta
áhorfenda. Kórinn orðar það svo í leikritinu:
Ó! Að sannleikurinn láti í sér heyra þótt ekki sé nema dauflega,
Í skarkala ljótra tunga og skotárása.
Hlustið vel eftir honum.
Því sannleikurinn, rétt eins og lygin
Veltur á þeim sem hlusta
Án eyra, enginn sannleikur.
Án sannleiks, ekkert leikhús.28
27 Susan A. Crane, „Writing the individual Back into Collective Memory“, bls.
1376–1377.
28 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 184.
STJÓRNMÁL MiNNiNGA