Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 94
93
kær, Sihanouk prins, síðasti hlekkur fornrar ættar okkar, umkringdur skara
Kínverja og Víetnama, og þessum afbrigðilegu Khmerum sem þú segir
rauða. Útlægur í fangi okkar mestu erfðafjanda“.51
Fyrir og eftir regnið: Frelsun í krafti tortímingar
Táknmyndir pólitískrar spillingar eru eitt meginumfjöllunarefnið í
Sihanouk. Bandaríkjamenn töldu að rekja mætti spillinguna í Kambódíu
til „þriðja heims áhrifa“: úrelts stjórnkerfis undir forystu milds einræð-
isherra og frumstæðs efnahagslífs. Sihanouk skellti hins vegar skuldinni
á Vesturlönd með því að halda því fram að Frakkar og Bandaríkjamenn
hefðu breitt út spillingu í landinu:52
Já, háttvirtur sendiherra, landið þjáist enn af spillingu. Þetta er hita-
beltissjúkdómur, þrálátur og smitandi. Það er vandi að ráða bug á
honum því, sjáið til, það vilja allir fá hann. Og það er erfitt að meta
hvorn á að lækna fyrst, þann spillta eða þann sem spillir.53
Þannig er spurningin um það hvort spillingin sé heimagróin eða innflutt
gerð miðlæg í leikritinu til að draga enn frekar fram togstreituna milli
þjóðfrelsisbaráttu og heimsvaldastefnu.
Tilraun Bandaríkjamanna til að brennimerkja Kambódíu sem spill-
ingarbæli er sett í beint samhengi við aðgerðir þeirra til að nota landið
sjálfum sér til framdráttar. Rauðu khmerarnir notuðu hins vegar spilling-
arhugtakið til að réttlæta tortímandi nýtt upphaf í nafni „endurfæðingar“
– „árið núll“ – sem hluta af kommúnískri útópíu þeirra. Ákall þeirra um
byltingakennda „hreinsun“, sem var þó fullkomlega á skjön við jakobísk-
ar hugmyndir frönsku byltingarinnar, er sett fram til að þurrka út arf-
leifð franska nýlendutímans, leifar lénsskipulagsins sem einkenndi valda-
tíð Sihanouks konungs, einræðisstjórn Lon Nols og ný-nýlendustefnu
Bandaríkjamanna.
Í samræmi við áherslu Cixous á hart vald sem „pólitískt hreinsunartæki“
kemur ekki á óvart að hún leggi á það áherslu í leikritinu að á valdatíma
sínum hafi Lon Nol, eins og aðrir þátttakendur meðal Rauðu khmer-
anna og Bandaríkjamanna, verið staðráðinn í að „hreinsa til“ í landinu
51 Sama rit, bls. 210.
52 Norodom Sihanouk, My War with the CIA, London: Penguin, 1974, bls. 136.
53 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 22.
STJÓRNMÁL MiNNiNGA