Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 96
95
Cixous útskýrir ekki þjóðarmorð Rauðu khmeranna með því að rekja
það til þeirrar eyðileggingar sem Bandaríkjamenn ollu með loftárásum
sínum eða með vísun í borgarastyrjöldina. Í leikritinu er frá upphafi dreg-
in upp mynd af Saloth Sâr sem talsmanni harðneskjulegrar og öfgafullr-
ar hugmyndafræði. Og áður en Rauðu khmerarnir „frelsa“ Phnom Penh
lætur Cixous Khieu Samphan lýsa hugmyndum sínum um „nýtt samfélag“
með skírskotun til þarfarinnar að útrýma hvers kyns „spillingu“: „Ég hef
alltaf þráð að nýtt samfélag rísi, svo ómengað að annað eins hefði aldrei
þekkst, án borga, án viðskipta, án nokkurra vísa um grotnun“.59 Eins
og Cixous gerir mikið úr voru þeir einnig fljótir að þagga niður í rödd
eina liðsmanns þeirra, sem hreyfði við mótbárum af mannúðarástæðum.
Ógnarstjórn Rauðu khmeranna á sér sér fáar hliðstæður á okkar tímum,
en valdbeiting „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi samtímans kemur þó upp í
hugann, þar sem greina má fullkomið virðingarleysi fyrir mannslífum.
Þegar Sihanouk er settur í stofufangelsi í leikritinu má heyra örvænting-
aróp Kossomak drottningar í nafni kambódísku þjóðarinnar: „Það þarf að
hrópa, hrópa, hrópa, þar til steineyru heimsins heyra loks grát Kambódíu.
En það kemur enginn til Kambódíu. Ekki einn einasti vinur í þúsund
daga“.60 En það er einmitt á þessari stundu þegar svartnættið blasir við
að grundvöllur er lagður að endurkomu Sihanouks á valdastól með innrás
erfðafjendanna, Víetnama.
Ashley Thompson hefur bent á að í andstöðu við flesta harmleiki,
þar sem örlögin eru ákveðin fyrirfram, sé gert ráð fyrir því í leikritinu að
sögu Sihanouks sé „ólokið“.61 En Sihanouk hefur engu að síður að geyma
útfærslur sem einkenna harmleiki. Í hroka sínum neitar Sihanouk t.d. að
taka tillit til síendurtekinna varnaðarorða um áform óvina sinna um að
koma honum frá völdum. Hann er einnig fórnarlamb erlendra ofbeldisafla
sem reynast honum yfirsterkari. Cixous túlkar innrás Víetnama sem dæmi
um landvinningastefnu, þótt hún hafi einnig bundið endi á þjóðarmorð
Rauðu khmeranna. Leikskáldið hefur vafalaust haft franska áhorfendur í
huga þegar hún líkir helsta samverkamanni Víetnama, Heng Samrin, sem
var áður í liði með Rauðu khmerunum, saman við Petain marskálk, sem
fór fyrir Vichy-stjórninni eftir innrás Þjóðverja í Frakkland árið 1940.62
Gagnrýni Sihanouks á leppstjórn Víetnama í Kambódíu undirstrikar þá
59 Sama rit, bls. 288.
60 Sama rit, bls. 361.
61 Ashley Thompson, „Terrible but Unfinished: Stories of History“, bls. 198.
62 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 373.
STJÓRNMÁL MiNNiNGA