Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 97
96 túlkun að hann sé eina von Kambódíu, jafnvel þótt frásögninni ljúki þegar hann er í útlegð. Dobson telur að ákall kvenpersónanna í lok leikritsins um varðveislu menningar og tungumáls Kambódíumanna endurspegli fremur hið skáld- lega í texta Cixous en hið pólitíska.63 Það er rétt að Cixous setur ekki fram neina spádóma um stjórnmálaframvindu Kambódíu. En fullyrða má að afstaða hennar til sögunnar í samtímanum tengist með beinum hætti hugmyndum um „nýtt upphaf“. Slík sýn er ekki takmörkuð af fortíð eða samtíð, heldur táknar hún „annars konar“ byrjun, sem hefur að geyma breytinga- og frelsunarmöguleika.64 Af sömu ástæðu má færa rök fyrir því að lokaþáttur leikritsins eigi meira skylt við stjórnmálahugsun Cixous en menningarhugmyndir um hina „eilífu óumbreytanlegu“ Kambódíu.65 Eins og svo oft í uppfærslum Sólarleikhússins minnir ein leikpersónan, í þessu tilviki Khieu Samnol, áhorfendur á hvað sé raunverulega í húfi: að Kambódíumenn hafi verið skildir eftir einir og yfirgefnir.66 Það þurfi að bregðast við ákalli þeirra. Með pólitískri nálgun eru sagan og minnið notuð til koma í veg fyrir að reynsla Kambódíu verði þöggun að bráð. Því má segja að leikritið sé fyrst og fremst pólitísk stórsaga (e. meta- narrative) í samtímanum, þar sem blandað er saman örlögum smáþjóðar við pólitíska og hernaðarlega hagsmuni stórvelda. Um 80% Kambódíumanna telja sig vera fórnarlömb alræðisstjórnar Rauðu khmeranna. En eins og Tzvetan Todorov hefur bent á hafa „bændur Sihanouks“, sem lifðu af hreinsanirnar, lifað og starfað í návist Rauðu khmeranna í áratugi. Þeir fyrirlíta voðaverk nágranna sinna, en hafa vanist orðnum hlut án þess að sætta sig við hann.67 Kambódíumenn eru því enn að glíma við ófullgerðar sjálfsmyndir eftir tímabil pólitískra trúarbragða sem voru réttlætt í nafni endurlausnar. Með því að tengja saman sögu og sameiginlegt minni, eins og Crane hefur lagt til, má segja að verk Cixous endurspegli ákveðið form söguvit- undar í samtímanum. Cixous heldur ekki aðeins frásögninni um Sihanouk 63 Julia Dobson, Hélène Cixous and the Theatre, bls. 86–87. 64 Um slíkar hugmyndir um „annað upphaf“ sjá Gail Stenstad, „Revolutionary Thinking“, Feminist Interpretations of Martin Heidegger, ritstj. Nancy J. Holland og Patricia Huntington, University Park, PA: The Pennsylvania State University Press, 2001, bls. 334–350. 65 Julia Dobson, Hélène Cixous and the Theatre, bls. 86–87. 66 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 390–391. 67 Tzvetan Todorov, Memory as a Remedy for Evil, þýð. Gila Walker, London: Seagull Books, 2010, bls. 38–41. iRma eRlingsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.