Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 111
110
sáttir um það. Á meðan einum hópi þótti tilvalið að minnast byltingarinn-
ar með þessum hætti þótti öðrum óviðeigandi að koma upp „sundrungar-
tákni“ á Austurvelli.32 Þá þótti ákveðnum aðilum tilvalið að koma þessum
óði til lýðræðisins fyrir á Austurvelli og fyrir framan Alþingi Íslendinga á
meðan öðrum þótti hann ómögulegur því hann endurspeglaði aðeins mót-
mæli „oggulítils hóps“ á stuttu tímabili í sögu þjóðarinnar.33 Niðurstaðan
varð sú að keilan fékk að vera en var færð til innan vallarins, á minna áber-
andi stað. Svarta keilan er næstum því tveggja metra hár steindrangi með
sprungu í miðjunni eftir svarta stálkeilu. Sú sprunga, eða klofningur, þykir
mörgum táknræn fyrir þá gjá sem myndaðist milli almennings og yfirvalda
á hruntímum.34 En sprungan er einnig táknræn fyrir ólíka hópa samfélags-
ins sem deila ólíkum minningum um tiltekna staði í borgarlandslaginu.
Svipuð átök mátti einnig sjá þann 17. júní árið 2015.35 Þann dag ár hvert
á sér stað mjög fastmótuð minnisathöfn á Austurvelli þar sem öllum helstu
þjóðlegu táknum menningarlega minnisins er beitt til að heiðra sjálfstæði
þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna fjallkonuna, sem fer með ljóð, og ætt-
jarðarlögin, sem leikin eru af lúðrasveit, en þátttakendur athafnarinnar er
aðeins lítill hópur valdhafa samfélagsins, ráðherrar og forseti, auk erlendra
sendiherra. Á sama tíma og þetta ritúal fór fram safnaðist saman hópur á
Austurvelli til að mótmæla ríkisstjórninni og störfum hennar. Mótmælin
fóru friðsamlega fram og fólust helst í því að skapa hávaða og trufla þannig
minnisathöfn valdhafanna. Lögreglan sá eigi að síður tilefni til að reisa
járngirðingu til að skilja hópana að og koma í veg fyrir árekstra.36
32 Jón Bjarki Magnússon, „,Ég vil ekki hafa þennan stein þarna‘: Kínaklúbbs-Unnur
vill listaverk úr landi á kostnað listamanns“, DV, 29. júní 2012, sótt 8. desember
2015 af http://www.dv.is/frettir/2012/6/29/eg-vil-ekki-hafa-thennan-stein-tharna/;
Garðar örn Úlfarsson, „Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað“, Fréttablaðið,
4. október 2012, sótt 8. desember 2015 af http://www.visir.is/svartalkeilanltakn-
lumlofbeldilalhelguml%20stad/article/2012710049925.
33 Garðar örn Úlfarsson, „Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað“.
34 „Svarta Keilan: Gjörningur Santiago Sierra. Austurvöllur, föstudag 20. janúar
klukkan 13“, vefur Listasafns Reykjavíkur, sótt 8. desember 2015 af http://gamli.
listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2185/3362_read-29977/.
35 Þórður Snær Júlíusson, „Reiði vegna mótmæla á 17. júní, icesave, ESB og skuldum
var mótmælt sama dag árið 2009“, Kjarninn, 16. júní 2015, sótt 8. desember 2015
af http://kjarninn.is/frettir/reidi-vegna-motmaela-a-17-juni-icesave-esb-og-skuld-
um-var-motmaelt-sama-dag-arid-2009/.
36 Kristín Sigurðardóttir, „Mótmælin í gær kunna að marka tímamót“, RÚV, 18. júní
2015, sótt 8. desember 2015 af http://www.ruv.is/frett/motmaelin-i-gaer-kunna-
ad-marka-timamot.
veRa knútsDóttiR